Réttur


Réttur - 01.08.1985, Qupperneq 18

Réttur - 01.08.1985, Qupperneq 18
Andrés Straumland var af merkum breiðfirskum ættum, foreldrar hans voru hjónin María Gísladóttir frá Auðshaugi í Barðastrandasýslu f. 23. júní 1868, d. 9. ágúst 1959 og Jóhannes Jónsson f. í Skál- eyjum 2. ágúst 1864 og dó þar 22. maí 1918. Foreldrar Andrésar bjuggu allan sinn búskap í Skáleyjum og þar fæddist Andrés og ólst upp á mannmörgu heimili eins og tíðkuðust í eyjum Breiðafjarðar á þeim tíma. Andrés Straumland var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sólveig Pétursdóttir ættuð af Vestfjörðum. Pau eignuðust tvo syni. Annar þeirra dó í bernsku, en hinn er Jóhannes Marinó sem búsettur hefur verið á Húsavík. Pau slitu samvistum. Síðari kona Andrésar sem lifir mann sinn hér í Reykjavík er Sigrún Pálsdóttir Straumland hjúkrunarfræðingur. Pau gengu í hjónaband 24. des. 1934. Dóttir þeirra er Sigurlaug gift kona hér í Reykjavík. Pá eignaðist Andrés dóttur á milli hjónabanda sem heitir Inga og er gift kona á ísafirði. Andrés Straumland veiktist af berklum og var sjúklingur á Vífilstaðahæli í lok fyrri heimsstyrjaldar, en náði aftur heilsu og hélt út í lífið. Fundum okkar Andresar bar fyrst sam- an á Akureyri rétt eftir 1930. Hann var þá búinn að vera 3 ár í Kanada, hafði kynnt sér þjóðfélagsfræði við Oxford Col- lege í Bretlandi, hafði verið einn vetur í Ráðstjórnarríkjunum eftir byltinguna þar, og komið við í fleiri löndum. Hann var þá orðinn sósíalisti að lífsskoðun og bjartsýnismaður á framtíð mannkynsins. Víðlesinn á mörgum sviðum, með fast- mótaðar skoðanir á heimsmálum sem mikið voru þá til umræðu. Pað mátti segja að Andrés Straumland væri glæsimenni sem dró að sér fólk sem honum kynntist. Hann var vel meðalmað- ur á hæð og samsvaraði sér vel. Fríður sýnum (svipurinn bjartur), ennið hátt og gáfulegt, augun mild, en gátu þó skotið eldneistum þegar hann flutti mál sitt af sannfæringarkrafti. Öll var framkoma þessa manns fáguð og einkenndist af prúðmennsku. Það fór því ekki á milli mála, að Andrés Straumland var vel til foringja fallinn. Á stofnþingi Sambands ísl. berklasjúklinga, S.Í.B.S. sem haldið var að Vífilstöðum dagana 23. og 24. október 1938 var Andres kosinn forseti þessa nýja sambands sem átti eftir að marka mestu gæfuspor þessarar aldar í heilbrigðismálum íslendinga með bygg- ingu vinnuhælisins að Reykjalundi. Andrés Straumland þessi mikli hugsjónamaður var áfram kosinn forseti S.Í.B.S. á hverju sambandsþingi á meðan hann lifði. Á þessum árum þjáðist Andrés oft af sínum gamla sjúkdómi og þurfti að vera stundum á sjúkrahúsi eða hæli, en hann æðraðist ekki og bar sjúkdóm sinn með mikilli karlmennsku, studdur af sinni mikilhæfu konu Sigrúnu. Lengst af stund- aði Andrés þó skrifstofu og bókhaldsstörf hér í Reykjavík og þótti mjög fær á því sviði. Eftir að hann varð forseti S.Í.B.S. þá fór hann margar ferðir hringinn í kringum landið til að stofna félög til styrktar hinum nýju samtökum berkla- sjúklinga og varð mikið ágengt. Hvar sem hann kom og talaði við fólk þá vann hann það til fylgis við hin nýstofnuðu samtök. Einbeitni þessa manns ásamt fágaðri og prúðmannlegri framkomu opnuðu hon- um allar dyr. Andrés Straumland þessi mikli baráttu og hugsjónamaður, hann lifði þann hamingjudag að vera með í því ásamt öðrum í stjórn S.Í.B.S. og nokkr- um velunnurum samtakanna að grafa út 146

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.