Réttur - 01.08.1985, Side 19
grunninn að fyrsta húsinu að Reykja-
lundi. Hinar giftusamlegu framkvæmdir
voru hafnar.
Maríus Helgason, sem var varaforseti
S.Í.B.S. þegar Andrés lést og tók við af
honum, segir m.a. í minningargrein um
hann í blaðinu Berklavörn:
„Það var fyrst eftir stofnun S.Í.B.S. að
ég kynntist Andrési og urðum við þá strax
góðir vinir, og ég á margar ljúfar minn-
ingar frá samverustundum, er við unnum
saman að málefnum S.Í.B.S. og minnist
ég alveg sérstaklega samvinnulipurðar
hans. Þessar stundir urðu því miður alltof
fáar. Ég er viss um, að það var eigi tilvilj-
un ein er réði því, að Andrés var valinn
fyrsti forseti samtaka vorra, og ávallt
endurkjörinn á hverju sambandsþingi,
heldur mannkostir hans og foringjahæfi-
leikar. Hann var mannvinur mikill, sem
best sást á því, að hann helgaði þeim
krafta sína sem vanheilir og vanmáttugir
voru.“
Jón Rafnsson segir m.a. í minningar-
grein um Andrés í Þjóðviljanum:
„Við félagarnir frá frumbýligsárum
verkalýðssamtakanna í Vestmannaeyjum
munum seint gleyma því þvílík liðsbót
okkur varð að Andrési, er hann dvaldi
þar í Eyjum meðal okkar og gerðist m.a.
meðritstjóri að einu fyrsta sósíalistablaði
hér á landi, Vikunni. Og þvílíkan þátt
hann átti í sköpun sterkrar verkalýðs-
hreyfingar í Vestmannaeyjum. Andrés
var einn af stofnendum Kommúnista-
flokks íslands og síðar var hann hvata-
maður að stofnun Sameiningarflokks Al-
þýðu — Sósíalistaflokksins og einn af
traustustu stuðningsmönnum hans til
dauðadags."
Þannig var Andrés Straumland alltaf
trúr lífsskoðun sinni, að koma þeim til
hjálpar sem undir högg áttu að sækja í
lífsbaráttunni, hvort sem það var vegna
þröngra lífskjara á atvinnusviði eða sjúk-
dóma. Og samkvæmt þessari háleitu lífs-
skoðun, þá lagði þessi mikli hugsjóna-
maður fram alla krafta sína í þágu fram-
fara og mannúðarmála. Eigin ávinningi
var ævinlega fórnað í þágu hugsjónarinn-
ar.
Andrés Straumland féll í valinn aðeins
fimmtugur að aldri, en átti þá að baki
óvenjumikið og farsælt ævistarf, sem vitn-
ar um mannkosti hans og foringjahæfi-
leika. Það var hamingja S.Í.B.S. að hafa
slíkan mann í forustu á fyrstu erfiðleika-
árum sambandsins. Mann sem allir treystu
til góðra verka.
Því verður nafn Andrésar Straumlands
á spjöldum sögunnar tengt einu mesta
mannúðarátaki þjóðarinnar á þessari öld,
þegar sjúkir menn á berklahælum lands-
ins stofnuðu S.Í.B.S. og reistu Reykja-
lund, studdir af allrí þjóðinni.
Blessuð sé minning hugsjónamannsins
Andrésar Straumlands.
Jóhann J.E. Kúld.
147