Réttur


Réttur - 01.08.1985, Qupperneq 22

Réttur - 01.08.1985, Qupperneq 22
Yfirleitt skráir sigurvegarinn söguna, en engin regla er án undantekninga. Hér á Vesturlöndum er það sá sem varð að láta í minni pokann sem mótar viðhorfin jafnt gagnvart Víetnam sem á öðrum sviðum. Ekki höfðu Bandaríkin fyrr yfirgefið Víet- nam en þau héldu stríðinu áfram með öðrum vopnum. Með látlausum áróðri þar sem allir atburðir þar austurfrá eru túlkaðir með öfugum formerkjum er reynt af afmá lærdóm Víetnamstríðsins úr vitund okkar. Hér á eftir verða í ör- fáum orðum raktir atburðir síðustu tíu ára en í næsta hefti rifjaður upp í grófum dráttum gangur Víetnamstríðsins. Bandarókir hermenn að störfum. Víetnam flakandi í sárum Bandaríkin skildu við Víetnam flak- andi í sárum, þjóðin var limlest jafnt and- lega sem líkamlega og náttúra landsins sundursprengd. Þegar stríðið stóð sem hæst var hálf milljón bandarískra her- manna í landinu (þar af féllu 58 þúsund) sem stunduðu hryðjuverk með napalm- sprengjum og fjöldamorðum eins og í My Lai. Yfir landsvæði sem ekki er nema rúmur helmingur af flatarmáli Frakklands var hellt fleiri sprengjum en varpað var í allri síðari heimsstyrjöldinni. Sárin ná ekki að gróa næstu öldina. Bandaríkin skuldbundu sig til að greiða stríðsskaðabætur og aðstoða við upp- bygginguna, — „aðstoða við að græða sár stríðsins“ eins og það var orðað, — og taka upp friðsamleg samskipti við Víet- nam m.a. á sviði verslunar. En þau hafa alveg Iátið vera að greiða stríðsskaðabæt- urnar og jafnframt sett strangasta verslun- arbann á landið og skipað Vestur-Evrópu að taka þátt í þessu, — það eru einungis Svíar sem halda áfram aðstoð við Víet- nam. Kvislingar og bátafólk Bandaríkin skildu eftir sig sjúkt sam- félag í suðurhluta landins, ótölulegan fjölda eiturlyfjaneytenda og vændis- kvenna og jafnvel enn illkynjaðra samfé- lagsmein — landráðamenn og fólk sem lifði snýkjulífi utan í innrásarliðinu. f Víetnamstríðinu höfðu heimsvaldasinn- arnir sýnt heiminum morðingjaeðli sitt, nú héldu þeir að Víetnamar væru sama eðlis og biðu í ofvæni eftir að geta réttlætt gerðir sínar með tilvísun til blóðbaðs í Víetnam eftir sigurinn. 'En Víetnam kom heiminum enn eina ferðina á óvart með mannúðlegri meðhöndlun á kvislingum. 150

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.