Réttur


Réttur - 01.08.1985, Qupperneq 24

Réttur - 01.08.1985, Qupperneq 24
Hernám hugans einkenni þjóðfrelsisfylkingarinnar í Víet- nam fylgdu Rauðu kmerarnir í Kampú- cheu myrkri afturhvarfsstefnu. Phnom Penh var tæmd og fólk rekið út í sveitirn- ar, fjölskyldum sundrað og fólk tekið af lífi hundruðum þúsunda saman, þar á meðal læknar, kennarar og annað sér- menntað fólk, — landinu var bókstaflega breytt í keðju þrælkunarbúða þar sem fólki var haldið að vinnu með vopnum og átti yfir höfði sér aftökusveitir hvenær sem var. Jafnframt þessum glæpaverkum gagn- vart eigin þjóð hóf Pol Pot vopnuð átök á landamærum Víetnam. Eftir 3-4 ára áreitni og einhliða friðarumleitanir misstu Víetnamar þolinmæðina og héldu inn í Kampúcheu í samráði við andstöðuöflin. Svo gjörsamlega hafði Pol Pot tekist að riðla öllu samfélagi í landinu að blóðveldi hans hrundi eins og spilaborg og flúði hann með hyski sitt til landamæra Tai- lands. Talið er að honum hafi tekist að myrða um 2 milljónir manna áður en leikurinn var skakkaður og enn áttu margir eftir að láta lífið í hungursneyð þeirri sem fylgdi í kjölfar þessarar gjö- reyðingar allra samfélagslegra samskipta. Enn hafast Rauðu kmerarnir við í skjóli Tailands og njóta stuðnings Banda- ríkjanna og Kína til að halda áfram hryðjuverkum í Kampúcheu. Þrátt fyrir 152

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.