Réttur


Réttur - 01.08.1985, Page 27

Réttur - 01.08.1985, Page 27
Fimmti hluti greinaflokks uiii Mid-Ameríku: „Byltingu eða dauða“ Frelsisbaráttan síðastliðinn áratug > E1 Salvador og Nícaragúa. í umfjöllun okkar um sögu Mið-Ameríku tökum við nú að nálgast nútímann. Hér á eftir fer stutt yfirlit yfir þróun mála í E1 Salvador og Nícaragúa, þeim löndum sem mest hafa verið í sviðsljósinu síðasta áratuginn. El Salvador Eftir seinni heimsstyrjöldina reyndu aðilar úr hernum, stjórnkerfinu og milli- stéttinni, en hún hafði talsverð áhrif þrátt fyrir smæð sína, að færa efnahagslíf landsins í nútímalegra horf með því að leita uppi fjármagn til fjárfestingar. Til grundvallar þessu lá hækkað verð á kaffi Sern gaf auknar tekjur. A 6. og 7. áratugnum átti sér reyndar stað nokkur iðnvæðing og fjölbreytni í efnahagslífi landsins jókst. Þrátt fyrir þetta voru völdin að mestu leyti áfram í höndum jarðeigendanna og þau stjórn- Hernaðarþjálfun í Bandaríkjunum eða í þjálfunarbúðum Bandaríkjanna við Panamaskurðinn (1950-76): Costa Rica 696 manns El Saivador 1.925 manns Guatemala 3.213 manns Hondúras 2.888 manns Nícaragúa 5.167 manns Panama 4.389 manns Alls 18.278 manns völd sem að breytingunum stóðu voru mismunandi einræðisstjórnir — herfor- ingjastjórnir eða borgaralegar — sem hrifsuðu völdin á víxl. Kommúnistaflokk- urinn studdi þessa umbótastefnu. Á þessum tíma var líka stofnaður flokkur kristilegra demókrata, sem var fulltrúi iðnaðarauðvaldsins, og flokkur sósíaldemókrata, sem var millistéttaflokk- Skæruliði í El Salvador.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.