Réttur


Réttur - 01.08.1985, Page 32

Réttur - 01.08.1985, Page 32
þá tillögu Bandaríkjanna að þjóðarat- kvæðagreiðsla undir alþjóðlegu eftirliti skyldi skera úr um það hvort Sómóza nyti stuðnings þjóðarinnar. Alþjóðlegur stuðningur við FSLN jókst. Costa Rica og Panama viðurkenndu FSLN og einnig Mexíkó og Venezúela. í byrjun árs 1979 var það orðið ljóst að FSLN myndi fara með sigur af hólmi inn- an skamms ef ekki yrði gripið til meiri háttar aðgerða til varnar Sómóza. Carter, sem áður hafði fordæmt mann- réttindabrot þau sem stjórn Sómóza hafði á samviskunni, og stöðvað lán og styrki, reyndi nú að fá OAS til að senda „friðar- sveitir" til Nícaragúa til að koma í veg fyrir sigur FSLN. Bandamaður Bandaríkjanna, Israel, jók hergagnasendingar sínar til Sómóza og sendi sérfræðinga í apríl 1979 til að setja upp nýtt loftvarnakerfi. Carter veitti nú gegnum Alþjóðagjald- eyrissjóðinn 40 milljónum dollara og skömmu síðar 20 milljónum dollara til Sómóza til að halda honum við völd. Her- sveitir Bandaríkjanna við Panamaskurð flugu með ný vopn til Managua í maí. Sómóza steypt Skoðanahóparnir þrír í FSLN höfðu fylkt sér að baki sameiginlegri hernaðar- og stjórnmálaforustu í mars 1979 og hófst nú lokaatlagan gegn Sómóza í júní sama ár. Brezinski, utanríkisráðherra í stjórn Carters, lagði til að bandaríski herinn yrði sendur á vettvang en aðrir ráðgjafar voru efins. FSLN myndaði bráðabirgðastjórn og áttu borgaraleg og sósíaldemókratísk öfl aðild að henni. Bandarísk sjónvarpsstöð sýndi hvernig Þjóðvarðlið Sómóza sallaði niður bandaríska fréttamenn úti á götu og vakti það mótmælaöldu í Bandaríkjun- um, sem gerði Carter erfiðara um vik að senda her til stuðnings Sómóza. Þann 17. júlí 1979 flýði Sómóza af hólmi og Þjóðvarðliðið hrundi saman þegar forsprakkinn var horfinn úr landi. Efnahagslífíð í rúst Baráttan gegn ógnarstjórn Sómóza hafði kostað hátt í 40 þúsund mannslíf og meira en 100 þúsund höfðu særst og hlot- ið örkuml. Efnahagslíf landsins var al- gjörlega í rúst. Sómóza og fylgifiskar hans ásamt æðri foringjum í Þjóðvarðlið- inu höfðu flutt fé í stórum stíl úr landi til Bandaríkjanna þegar þeir sáu að ósigur- inn var á næsta leiti. Iðnaður og opinber þjónusta voru nánast úr sögunni þegar stjórn FSLN tók við. í sveitunum hafði einnig dregið mjög úr framleiðslunni. í lok valdatíma Sómóza var opinbert atvinnuleysi meira en 22 af hundraði. Meira en helmingur íbúanna var ólæs. í sveitunum og minni borgum fyrirfannst tæpast nokkur heilsugæsla né önnur fé- lagsleg þjónusta. Skömmu eftir sigurinn lögðu Bandarík- in niður alla aðstoð við Nícaragúa. í stað- inn var Nícaragúa undir stöðugum þrýst- ingi og ógnunum frá Bandaríkjunum. Eftir að Reagan komst til valda hefur þessi yfirgangur aukist um allan helming. Á sama tíma og Kúba og önnur lönd sendu lækna, kennara og annað sér- menntað fólk til að aðstoða við endur- reisn landsins, reyndu Bandaríkin á allan hátt að leggja stein í götu FSLN. Bandaríkin neyddu alþjóðastofnanir eins og Alþjóðabankann og Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn til að ganga algjörlega framhjá Nícaragúa, og reynt er að ein- angra Iandið frá öðrum löndum í róm- önsku Ameríku. 160

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.