Réttur


Réttur - 01.08.1985, Page 33

Réttur - 01.08.1985, Page 33
Gagnbyltingarsinnaðir hryðjuverkahópar Með aðstoð CIA hefur Reagan haldið uPpi hópum gagnbyltingarsinnaðra hryðju- verkamanna sem ráðast inn í Nícaragúa frá stöðvum í Hondúras og Costa Rica, ^tunda skemmdarverk og halda íbúunum 1 stöðugum ótta. Pessi utanaðkomandi ógnun hefur neytt FSLN til að eyða kröftum í að byggja upp varnir byltingar- 'nnar og landsins, og kemur þetta í veg fyrir að uppbyggingin gangi eins ört fyrir s'8 og annars hefði orðið. Árið 1983 jók Reagan enn aðgerðirnar gegn Nícaragúa ^neð því að láta koma fyrir sprengjum í höfnum landsins til þess að hefta aðflutn- ,nga á vörum og aðstoð. Innrás yfirvofandi Alþjóðadómstóllinn í Haag fordæmdi Þetta atferli Bandaríkjanna vorið 1984 sem brot gegn alþjóðalögum. En Reagan lýsti yfir áður en dómurinn féll að „verði úrskurður dómstólsins andstæður hags- munum Bandaríkjanna munum við láta hann sem vind um eyru þjóta“. Bandaríkin hóta því líka að ráðast inn í Nícaragúa og steypa stjórn FSLN. Síð- ustu árin hafa Bandaríkin byggt upp mik- ið herstöðvakerfi í Hondúras og flutt þangað þúsundir bandarískra hermanna. Jafnframt er dælt peningum og herbúnaði í stjórn Hondúras, en herinn þar hefur meira en tvöfaldast á fáum árum. Hann er þjálfaður af Bandaríkjamönnum og er undir forustu þeirra og hefur þráfaldlega farið yfir landamæri Nícaragúa. Umfangs- miklar heræfingar hafa farið fram þar sem sveitir frá Bandaríkjunum og Hondúras æfa saman landgöngu o.fl. Þegar Reagan réðst á smáríkið Gren- ada og steypti þar löglegri stjórn haustið 1983 sannaðist það ótvírætt að hann Bandarískur •>ernaðarþjálfari leiðbeinir hondúrönskum hersveitum við landamæri Nícaragúa. 161

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.