Réttur


Réttur - 01.08.1985, Síða 35

Réttur - 01.08.1985, Síða 35
Fööurlandssvik yfirstéttarinnar forðum kostuðu þjóðina 6 alda áþj án — og allt að því lífið sjálft Fyrstu aldirnar eftir svik ,,höfðingjanna“ 1262, þrátt fyrir mótmæli alþýðu, þá lifði þó uppreisnarandinn enn. Erindrekar Dana voru drepnir í það ríkum mæli að Englakonungur vildi ekki kaupa Island af Danakóngi, er sá bauð landið til kaups, — en Englakonungur óttaðist hve óþægir Islendingar voru enn yfirdrottn- urum. Loks barst danskri konungs-kúgun ..andleg hjálp"' að utan. Með lútersku ..siðabótina"" að verkfæri, var síðasta opin- hera mótspyrnan brotin á bak aftur. Það var von að Jón Arason, — „síðasti Islendingurinn“ eins og Jón Sigurðsson v*ldi kalla hann, — kvæði svo er séð var hversu fara mundi: „Vondslega hefur oss veröldin blekkt. vélað og tælt oss nógu frekt, ef ég skal dæmdur af danskri slegt og deyja svo fyrir kóngsins mekt." Eftir að kóngsins lúterska fremur morðið á Jóni Arasyni og konungsvaldið rænir kirkjum landsins, kemur æ skelfi- legar í ljós hvað það kostaði þjóðina að yfirstétt hennar hafði svikið hana undir erlent vald. Eftir afvopnun landsmanna í lok 16. aldar, sökk hún æ dýpra og dýpra. Það var sem drepsóttir, eldur og ís heföu gengið í lið með erlenda kúgunarvaldinu. einokun þess og galdrabrennum, til þess að reyna að tortíma þjóðinni líkamlega og andlega. Aðeins 38 þúsund manns lifðu enn á landinu fyrir tveim öldum. En undir niðri í djúpunum logaði samt heiftin til kúgaranna og bestu andans menn þjóðarinnar tjáðu þá fordæmingu illra höfðingja í listrænum kveðskap eða ræðum. Það var ekki síst uppreisnarandinn gegn þeim ríku og höfðingjunum, sem Jesú frá Nasaret hafði lagt í kenningar sínar, sem braust nú út hvað eftir annað, þrátt fyrir misnotkun kirkjuvalds og kennidóms á þeim í þágu yfirstétta öldum saman.1 Hallgrímur Pétursson var ekki myrkui í máli, er hann fléttaði fordæminguna < valdsmönnunum inn í Passíusálmana: „Talar Jesús um myrkra makt; merkið það, vafdstjórnendur. Yður skal nú í eyra sagt: 163

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.