Réttur


Réttur - 01.08.1985, Síða 44

Réttur - 01.08.1985, Síða 44
Auðugasta og skammsýnasta yfirstétt íslands er að eyðileggja íslenskt atvinnulíf Jafnframt er hún að leiða fátæktina yfir aiþýðu á ný og sökkva þjóðinni í skulda þræidóm Nú ríkir á íslandi auðugasta, frekasta og skammsýnasta yfirstétt, sem hér hefur nokkru sinni setið að völdum. Hún er þjóðinni og sérstaklega vinnandi stéttum svo stórhættuleg að verði þjónum hennar í Ihaldi og Framsókn ekki komið frá völdum, mun þjóðin ekki bíða þessa skaða bætur, er hún veldur, á næstu ára- tugum. Jafnt fjárfestingarpólitík hennar, gengisskráning og svindl er með slíkum ein- dæmum að gengur glæpi næst. Og aðaltilgangur hennar í öllu þessu er að rýra stórum lífskjör þeirra vinnandi stétta, er halda henni uppi. Og samfara öllu þessu fer svo sérstaklega hjá þeim, sem í núverandi stjórn ráða utanríkispólitík, smán- arlegasti undirlægjuháttur og undirgefni við hernámsveldið bandaríska og ráð- stafanir til útþurrkunar íslenskrar þjóðar, ef bandaríska herveldið byrjar það árásarstríð, er það undirbýr. Fjárfestingarpólitík, sem er fásinna fyrir þjóðina Þeir hermangarar og braskarar, sem ráða íhaldi og Framsókn, hafa fest tugi milljóna króna í verslunar- og skrifstofu- höllum og verksmiðjum erlends auð- valds. Því er svo komið að þessar afætu- stéttir hvíla sem mara á atvinnulífi þjóð- arinnar og valda því að peninga skortir til að byggja upp þau fyrirtæki, sem þjóð- inni nú væri nauðsynlegust, svo sem fisk- eldisstöðvar, úrvinnslu á enzymi (lífhvati) o.s.frv., og jafnframt ódýrt íbúðarhús- næði. Þessar skammsýnu, gróðaþyrstu yfir- stéttir hafa jafnframt knúð fram þá stefnu að taka takmarkalaust lán erlendis og kalla þessa þjóðhættulegu stefnu sína „frelsi". 172

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.