Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 46
að borga allar olíuskuldirnar um hver
áramót.
Þetta er afleiðing „frelsisins", þ.e. ótak-
markaðs brasks í viðskiptunum án tillits
til þjóðarhags. — Það þyrfti að taka olíu-
félögin taki, — líkt og K.F.I. og bílstjór-
arnir gerðu 1935, er þeir knúðu þau til að
taka á sig bensíntollinn. En íhald og
Framsókn eiga sitt félagið hvort og vilja
fá að græða sem afætur á kostnað sjávar-
útvegs og fiskvinnslufólks — og halda
áfram uns allt hrynur undan áfergju
þeirra, ef alþýðan tekur ekki í taumana
fyr og rekur þessar afætur frá völdum.
Það þarf ekki nema líta á þann aragrúa
fínna bensínstöðva um land allt, sem
þessi olíufélög reisa, til þess að sannfær-
ast um að þau hafa næga peninga og
kunna ekkert með þá að fara, ef þau ættu
að hugsa um þjóðarhag.
Banaráð brugguð íslenskri þjóð
Hið óhugnanlegasta af öllu, sem banda-
ríska auðvaldið ætlar sér með ísland, er
þó að gera það að einhverju ægilegasta
árásarvirki sínu gegn Evrópu. Það reyndi
Bandaríkjastjórn strax 1945 samkvæmt
ákvörðun herráðs þess frá 1944. En þá
voru enn það sterkir og stoltir íslendingar
í forustusveitum flokkanna að kröfunni
til að afsala hluta af íslandi undir amerísk
yfirráð til 99 ára var neitað. Nú er hins-
vegar unnið markvíst að því að breyta ís-
landi á nokkrum árum í bandarískt árás-
arvirki og er sem þjónslund vissra íslend-
inga eigi sér nú engin takmörk, þegar vilji
bandaríska hervaldsins er hinsvegar,
enda dyggilega búið um hnútana: stórlax-
ar stjórnarflokkanna flæktir í net her-
mangaranna, sem grætt hafa svo skiptir
þúsundum milljóna ísl. króna á þjónustu
við hernámsliðið.
í þessu máli liggur líf þjóðarinnar við.
Eftirtektarvert hvernig Kaninn hagnýtir
sér fávisku hinna ábyrgu manna og fær
þá jafnvel til að halda að það sé verið að
verja ísland, þegar ráðstafanir eru gerðar
til að gera þjóð vora að einhverju fyrsta
fórnarlambi bandaríkjahers eftir að hann
hefur hafið árásarstyrjöld sína.
Líf þjóðarinnar liggur við að þeir, sem
„braska með vort blóð“ séu settir frá áður
en það er of seint.
SKÝRINGAR:
I Sjá ,.Rctt“ 1976. bls. 249, þar scm bandaríska
íyrirskipunin til Alþingis, sú crsíöarvar falin. cr
birt.
174