Réttur - 01.08.1985, Side 47
ERLEND (f^\
VlÐSJÁ x
Mannfórnir í síðustu heimsstyrjöld
Nú, þegar 40 ár eru liðin frá lokum síð-
ustu heimsstyrjaldar og minnst er þeirra
er þá létu lífið, — og menn íhuga hvaða
þjóðir færðu mestu fórnirnar, — þá skilja
menn máske betur af hverju vissar þjóðir,
svo sem t.d. Sovétþjóðirnar, reyna af
fremsta megni að forða sér og mannkyn-
inu frá nýju, máske algeru tortímingar-
stríði.
Það féllu 50 milljónir manna í síðustu
heimsstyrjöld (1939-45), þar af tæpur
helmingur almennir borgarar (karlmenn,
konur og börn). Manntjónið skiptist svo
á þjóðirnar. Þær misstu:
Sovétríkin
Þýskaland
Pólland
Júgóslavía
Frakkland
Ítalía
Rúmenía
Ungverjaland
Grikkland
Stóra Bretland
Tékkóslóvakía
yfir 20 milljónir
6Vi milljón
6 milljónir
1,7 milljónir
600 þúsund
500 þúsund
460 þúsund
420 þúsund
yfir 400 þúsund
370 þúsund
360 þúsund
Utan Evrópu skal sérstaklega minnt á
eftirfarandi manntjón:
Kína
Japan
Bandaríkin
Kanada
Astralía og
Nýja Sjáland
Bandaríkin misstu
yfir 5 milljónir
2Vi milljón
yfir 400 þúsund
yfir 30 þúsund
yfir 40 þúsund
stríðinu hlutfalls-
lega álíka marga menn og vér íslending-
ar. Hermangarar Bandaríkjanna græddu
á stríðinu og tóku strax að búa sig undir
nýtt stríð — gegn Sovétríkjunum. Banda-
ríkin urðu ekki fyrir neinni eyðileggingu
heima fyrir.
En Sovétríkin misstu 30% þjóðarauðs
síns í stríðinu. Eyðilagt var: 1710 borgir,
yfir 70 þúsund þorp, 32 þúsund iðjuver,
65 þúsund kílómetrar járnbrauta, 98000
samyrkjubú, um 1900 ríkisbú og 29000
dráttarvéla---og aðrar vélstöðvar. Tjón
Sovétríkjanna var 41% af efnistjóni allra
landa, er þátt tóku í stríðinu.
Máske skilja menn betur, er þeir íhuga
allar þessar þurru tölur, hversvegna Sovét-
þjóðirnar þrá frið og vilja fyrir alla muni
forðast nýtt heimsstríð.
Ógnarstjórnin í Suður-Afríku
Hvíta ógnarstjórnin í Suður-Afríku
herðir um þessar mundir morðherferð
sína gegn svörtum frelsissveitum. En ótt-
inn við að uppreisn brjótist út hjá hinum
kúgaða meirihluta vex, — ekki aðeins
hjá ógnarstjórninni sjálfri, heldur og hjá
Bandaríkja- og Breta-stjórn, því auðkýf-
ingar þessara landa eiga ógrynni eigna í
Suður-Afríku. Negrarnir, yfirgnæfandi
meirihluti íbúanna, eru að berjast fyrir
einföldustu mannréttindum: lýðræði. Sést
hér best hve valdhafar, breskir sem banda-
riskir, hata lýðræðið, ef hagsmunir auð-
drottna þeirra eiga í hlut. — En þeir og
þjónar þeirra þvaðra því meir um „lýð-
ræðisást" sína, því meir sem þeir troða
lýðræðið undir fótum.
175