Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 3
Olof Palme
Hugleiðingar
við dauða mikilmennis
Olof Palme, foriugi Sósíaldemokrataflokks Svíþjóðar, er fallinn í valinn, myrt-
ur að kveldi 28. febrúar af hryðjuverkamönnum, sem enn er óljóst hverjir standa
bak við.
Með honum er horfínn eitt af mikilmennum þessarar aldar, maður sem þorði
og gat hugsað á heimsmælikvarða og hafði bæði hugrekki og vit til að breyta
samkvæmt því sem hann áleit rétt.
Olof Palme var eindreginn fylgjandi
þeirrar stefnu að halda Svíþjóð utan við
Nato. Hann var harðvítugur gagnrýnadi
á Bandaríkin ekki síst vegna blóðbaðs
þeirra í Víetnam. Hann var ósmeykur við
að fara til Moskvu á fund Kommúnista-
flokks Sovétríkjanna til að ræða örlaga-
mál mannkyns.
Olof Palme hefur líklega ásamt Willy
Brandt verið einn þeirra fáu sósíaldemo-
krataforingja, sem skildi hver nauðsyn
var á alþjóðlegum gagnkvæmum skilningi
og samstarfi ýmissa sósíaldemokrata- og
kommúnstaflokka og hart að hann skuli
einmitt falla frá, þegar líklegt er að slíkri
viðleitni væri mjög vel tekið af hinni nýju
forustu í Moskvu.
Olof Palme mun hafa hugsað sér að
fara á næstunni til Moskvu til að ræða
heimsfriðinn, höfuðáhugamál hans, við
hina nýju leiðtoga — og aldrei verður vit-
að hvað mannkynið hefur misst við að sú
för skyldi ei farin. Máske þeir, senr stóðu
að morði hans hafi óttast áhrifin.
Fátækar þjóðir þriðja heimsins missa
við morð þetta einlægan og skilningsríkan
vin og málsvara.
Olof Palme var fæddur 30. janúar 1927.
Hann gekk í Sósíaldemokrataflokkinn
1950, varð formaður hans 1969 og ætíð
síðan. Hann varð og forsætisráðherra
Svíþjóðar 1969 og gegndi því starfi til
dauðadags að undanskildum árunum
1976-82, er borgaraflokkarnir réðu
stjórn. Kommúnistaflokkur Svíþjóðar —
eða „Vánsterpartiet - Kommunisterne“
eins og hann nú heitir — studdi ætíð
stjórn hans, því sósíaldemokratar höfðu
ekki hreinan meirihluta á þingi.
Pað er ómögulegt að segja hve mikið
mannkynið kann að hafa nrisst við fráfall
einstakra mikilhæfra foringja — eða hvað
hefði unnist hefðu þeir lifað. Menn gera
3