Réttur


Réttur - 01.01.1986, Qupperneq 14

Réttur - 01.01.1986, Qupperneq 14
„Unga fólkið í borginni þarf að fá að njóta sín betur, það þarf að geta haft meiri áhrif á mótun sinnar borgar. Unga fólkinu verður að treysta betur, fela því meiri ábyrgð á eigin lífi sem og sínu umhverfi. Stöðugt verður að leita nýrra leiða í skólamálum og ai- mennum uppeldismálum.“ Meirihlutinn í borgarstjórn hefur snúið þessum fyrirheitum upp í hreina öfug- mælavísu. í haust á ári æskunnar fékk unga fólkið reyndar borgarstjórnarsalinn lánaðan litla stunnd, og þar hélt unga fólkið sköruglegan og vel undirbúinn fund. Aðeins örfáir úr hópi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins létu sjá sig og meðal þeirra, sem hundsuðu unga fólkið, var borgarstjórinn. Ekkert af því sem unga fólkið lagði til hefur verið tekið til greina. Þó er ef til vill ekki öll nótt úti enn. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar lögðum við fulltrúar Alþýðubandalagsins fram eftir- farandi tilögu: Borgarstjórnarfundur œskunnar var haldinn hinn 24. október s.l. Par komu unglingar úr félagsmiðstöðvum í borginni fram með ýmsar athyglisverðar til’ögur um það, sem betur má fara. Par sem sjálfsagt er að skoða þœr til- lögur nánar, er lagt til að skipuð verði við- ræðunefnd við fulltrúa frá unglingum, sem að borgarstjórnarfundinum stóðu. Nefndin hafi það hlutverk að fjalla um tómstunda- og félagsstarf unglinga og komi með tillögur um úrbætur. T.d. má kanna hvort ekki sé œskilegt að halda ung- lingadansleiki í Laugardalshöll mun oftar en nú er. Sérstök áhersla skal lögð á endurskoðun á starfsemi vinnuskólans. Til að standa straum af kostnaði við framkvœmd þeirra tillagna, sem nefndin setur fram, áœtlast kr. 1.500.000. Sjálfstæðismenn lögðu ekki í að fella þessa tillögu, heldur var henni vísað til æskulýðsráðs. Þó var tekið fram að þessi eina og hálfa milljón ætti ekki að fljóta þar með. Meðal þess sem unga fólkið nefndi var, að nú væru strætisvagnafargjöld þungur baggi á framhaldsskólanemum, sem þyrftu að nota strætisvagna daglega og þá oft a.m.k. tvisvar á dag. Strætisvagna- fargjöldin hafa hækkað ótæpilega síðan núverandi meirihluti tók við. Guðrún Ágústsdóttir hefur fyrir okkar hönd oftar en einu sinni lagt fram tillögur um afslátt- arkort fyrir nemendur og unglingarnir stutt þá tillögu með því að senda borgar- stjórn undirskriftalista með 1200 nöfnum. Okkur hefur hins vegar ekki tekist að fá Sjálfstæðismenn til að fallast á þessa hugmynd. Skipulag — Umhverfí Það varð mikil breyting til verri vegar vorið 1982 í meðferð skipulagsmála og viðhorfum til þess umhverfis sem menn lifa og hrærast í. Allt skipulag byggðar á nú að vinna í sem mestum flýti og fagleg vinnubrögð eru látin lönd og leið. Það þurfti að skipu- leggja Grafarvoginn með ógnar hraða til þess að stóri draumurinn um nóg af lóð- um fyrir alla mætti rætast. Síðan var farið að skipuleggja við Skúlagötu og raunar Skuggahverfið allt. Þá var leiðarljósið það eitt að stóru lóðareigendurnir, Völ- undur og Eimskip, Garðar Gíslason og Slát- urfélagið gætu grætt á því aö byggja sem allramest á lóðum sínum. Það gerist ekk- 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.