Réttur


Réttur - 01.01.1986, Page 17

Réttur - 01.01.1986, Page 17
LÍNURIT: KAUPMÁTTUR TÍMAKAUPSINS urðsson, sem var í stjórn þess sjóðs, hvort þeir hefðu ekki mótmælt ef lagafrumvarp hefði komið fram á Alþingi 1968 um að taka 880 miljónir króna (= 10 millj. doll- ara) úr atvinnuleysistryggingasjóði og gefa atvinnurekendum. Hann hélt að það hefði aldeilis ekki gengið hljóðalaust fyrir sig. En ef þjófnaðurinn er framkvæmdur á svona einfaldan hátt: með hækkun doll- arsins, þá er þagað. — Menn halda þetta sé náttúrufyrirbrigði eða efnahagslögmál! Og þjófnaðurinn óx með ógnarhraða. 1981 var búið að hundraðfalda dollar- *nn frá 1948. Pá var ákveðið að taka tvö núll aftan af krónunni: dollarinn settur 7 kr. Kom nú fyrst kraftur í kauplækkun og sjóðastuld. Fram til 1985 var dollarinn sex-faldað- ur í verði: orðinn 42 krónur. Og stuldurinn á sjóðunum: lífeyrissjóð- u»n, atvinnuleysistryggingasjóði og nðrum hélt áfram að sama skapi. Menn eru jafnvel farnir að hafa áhyggj- ur út af þ'ú að lífeyrissjóðirnir geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. En er ekki tími til kominn að íslending- ar fari að gera sér Ijóst hver þjófurinn er: Það ameríska auðvald, sem fyrirskipar bak við tjöldin að 700-falda dollarann frá 1948 til nú. Og samtímis lætur þetta erlenda auð- vald margfalda þau dollaralán, sem Is- land hefur glæpst á að taka í Ameríku. (Var Kolbeinsey keypt á 70 milljónir króna og dollaralánið síðar hækkað upp í 400 milljónir?) Er ekki tími til kominn að þetta ósvífna arðrán á Islendingum sé stöðvað? Þora menn ekki lengur að tala sem menn við bandaríska auðdrottna? Hafa Islendingar gerst þrælar þeirra? Eða er hinni nýríku yfirstétt íslands mútað svo ríflega af bandarísku hervaldi að hún múlbindi flokka landsins og blöð, og þaggi niður öll hugsanleg mótmæli en láti kasta hundruðum milljóna króna í vígbúnað Kanans hér á landi? 17

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.