Réttur - 01.01.1986, Qupperneq 19
leiðslu, hugsunarháttur okkar, tilfinn-
ingalíf og lífsskoðanir.
í ágætri grein í Þjóðviljanum fyrir
skemmstu, sem höfundurinn, Bríet Héð-
insdóttir leikkona, kallar sjónvarpsvaðal af
hæversku sinni, spyr hún lesendur eftir-
farandi spurninga:
„Erum við betur upplýst en áður fyrir
tilverknað sjónvarpsins — um aðrar
þjóðir, lönd þeirra og siði, sögu og menn-
ingu, unr náttúruna, sköpunarverkið allt,
himingeiminn; fylgjumst við betur en
áður með framvindu heimsmála og ís-
lenskra stjórnmála; hefur það örvað
gagnrýna hugsun okkar, skerpt fegurðar-
skyn okkar; er mannlíf á Islandi fjöl-
hreyttara, skemnrtilegra, göfugra, við
sjálf menntaðri, víðsýnni, umburðarlynd-
<tri og pólitískt þroskaðri þjóð en áður en
við nutum þess? Hefur sjónvarpið gert
okkur að betri manneskjum?“
Svo mörg eru þessi orð Bríetar. Og ég
kem þessum spurningum hennar hérmeð
á framfæri við ykkur, sem nennið að
hlusta á mig. Ég bið ykkur að íhuga þær
vandlega og reyna að svara þeim, í hvert
s'nn, sem þið horfið á sjónvarp. Þetta er
ekkert smámál. Bríet heldur því fram, að
sjónvarpið hafi nú á því herrans ári 1985
■heiri áhrif á almenna menntun okkar en
aHir skólar landsins til samans. Og ef við
svo bætum við öðrum fjölmiðlum, útvarpi
°g dagblöðum og áhrifum þeirra á okkur,
eg tala nú ekki um allar spólurnar og
^hyndböndin, þá held ég að það sé varla
°frnælt, að hugsunarháttur okkar, tilfinn-
'hgalíf og skoðanir eru fjöldaframleiðsla,
sem við sjálf höfum tekið harla lítinn þátt
'■ I vímu þessarar framleiðslu lifum,
hrærumst og erum vér.
Nú er hægt að svara því til, að hér ríki
’hálfrelsi og ritfrelsi, fjölmargar skoðanir
homi franr í fjölmiðlum og það sé neyt-
andans að velja og hafna. Og þetta spjall
mitt, sem er með öllu óritskoðað, sé besta
dæmið um það.
Ekki verður því neitað, að margt ágætt
efni hefur verið flutt bæði í útvarpi og
sjónvarpi. En sannleikurinn er sá, að
þetta kafnar í síbyljunni, sem á okkur
dynur alla daga ársins og er í grundvallar-
atriðum og að því er tekur til margs þess,
er mestu skiptir um líf okkar allra, næst-
um öll á eina leið.
Þrátt fyrir allt, sem á milli ber, leggjast
öll dagblöðin á eitt til þess að móta lífs-
viðhorf okkar, þótt mörgum virðist annað
í fljótu bragði. Munurinn á Morgunblað-
inu, DV, Alþýðublaðinu og NT er harla
lítill. Lengst af hefur Þjóðviljinn skorið
sig úr. En satt að segja hefur mjög dregið
saman með honum og öðrum blöðum nú
um langt skeið, t.d. í alþjóðamálum. Þeg-
ar Morgunblaðið sakar Þjóðviljann um
kommúnisma og sovétvináttu, þá held ég
að það sé óverðskuldaðasta ásökunin,
sem nokkrum andstæðingi hefur verið
borin á brýn í allri stjórnmálasögunni.
Þjóðviljamenn eru að vonum sárgramir
yfir svona fjarstæðum og ósvífnum áburði
og fátt er auðveldara en að hrekja hann
með tilvitnunum til fjölmargra greina
blaðsins, sem skrifaðar hefa verið af heitu
hjarta um árabil. En ekkert dugar. Það er
aðeins til eitt ráð til þess að þvo af sér
þennan blett: Að hætta að vera málsvari
fyrir hagsmuni verkalýðsins, minnast aldrei
á umbreytingu þjóðfélagsins í sósíalískt
horf og hætta öllu andófi gegn amerískum
herstöðvum.
Samstilltur áróður og furður
vorra daga
Þetta, sem ég hef nú sagt um samstillt-
an áróður fjölmiðlanna, skýrir margar
19