Réttur - 01.01.1986, Qupperneq 21
Brynjólfur ásaml dútturdóttur sinni, Fríðu.
andagt á fjálglegar ræður um verndina,
sem Keflavíkurstöðin á að veita okkur.
Eg held að gamli bóndinn hafi síður en
svo haft minna til síns máls. En hann
hafði enga fjölmiðla til þess að mæra
kjallarann sinn.
Hugsum okkur nú, að einhver váboði
utan úr geimnum stefndi á jörðina og ef
ekkert væri að gert, væri tortímingin vís.
Mundum við ekki ræða um þann dag og
þann veg og sieppa öllum smámunum,
sem við annars erum vön að masa um?
Og hugsum okkur að til væru tæknilegir
nöguleikar til þess að afstýra þessu, ef
v'ð beittum allri þeirri kunnáttu, sem
Jarðarbúar réðu yfir. Mundum við ekki
óll leggjast á eitt til þess að afstýra voðan-
Um?
Nú vill svo til, að einmitt nú vofir slík
tortíming yfir. Kjarnorkustríð, sem eytt
Sæti öliu mannlífi, vofir yfir. Og það er
*1ægt að afstýra því. Til þess þarf ekki
annað en viljann. Ræðum við um það?
Satt að segja harla lítið. Við mösum um
smámuni og rífumst um smámuni til þess
að gleyma voðanum. Leggjumst við á eitt
til þess að koma í veg fyrir hann? F*að er
nú eitthvað annað. Við köllum hann yfir
okkur og höfum hugann við það eitt, að
berjast hver við annan um auð og völd og
tortíma hver öðrum, enda þótt hverjum
heilvita manni ætti að vera löngu Ijóst, að
það verður okkar allra bani.
Ég veit að langflestir hlustenda minna
eru mér sammála. Ég þarf ekki að segja
þeim þetta. En hverju skyldu þeir svara?
Flestir munu spyrja: Hvað getum við
gert? Og hafa svarað í huga sínum um
leið: Við getum ekkert gert. Látum okkur
því gleyma þessum skelfingum, þá stund
sem við fáum að lifa.
Tillaga um afVopnunarsamning við
Bandaríkin
Er það nti > íst að við gctum ekkert