Réttur - 01.01.1986, Side 23
Tvær svipmyndir úr
80 ára sögu Dagsbrúnar
Um leið og Réttur scndir Dagsbrún sínar innilegustu hcillaóskir og þakkir fyrir
áratuga forustu í stéttastríði verkalýðsins, viljum við reyna að draga upp tvær
svipmyndir úr sögu hennar.
I.
23. júní 1942:
Harðskeyttasti sigurinn í
skæruhernaðinum mikla
Ríkisstjórn íhalds og Framsóknar hafði
8. janúar 1942 sett þau gerðardómslög, er
sviftu verkalýðsfélögin frelsi sínu til
kauphækkana að viðlögðum stórsektum
og fangelsun félagsforingjanna.
Sósíalistaflokkurinn svaraði með því
að tilkynna og skipuleggja ólöglega bar-
áttu „skæruhernaðinn"1, — er lögleg bar-
átta var bönnuð, — en í Sósíalistaflokkn-
um var þá besta og harðasta forustusveit
verkalýðshreyfinginnar.
Hófst nú skæruhernaðurinn, hver vinnu-
staðurinn var tekinn fyrir á fætur öðrum.
Verkamenn stóðu saman sem einn maður
1 írelsisbaráttu sinni og smámsaman sax-
aðist á þá vinnustaði, þar sem þrælalögin
voru við lýði.
Hámarki sínu náði skæruhernaðurinn
þann 23. júní 1942, þegar hafnarverka-
■^enn hjá Eimskipafélaginu lögðu niður
vinnu, allir sem einn, — fóru af vinnustað
og komu ekki aftur. Vinnuveitendafélag-
■ö undir forustu Eggerts Claessens ætlaði
að svínbeygja hina vígreifu verkamenn
'tteð því að senda bréf til allra atvinnurek-
enda í félagi sínu nieð fyrirmælum uni að
taka þessa uppreisnargjörnu verkamenn
alls ekki í vinnu. Það voru yfir 300 verka-
menn, sem atvinnurekendavaldið þannig
bannfærði þennan dag og ætlaði að brjóta
á bak aftur.
En hin sósíalistíska baráttustjórn Dags-
brúnar, er tekið hafði við forustu félags-
ins 3. febrúar, svaraði kúgunartilraun at-
vinnurekendavaldsins samdægurs með
tilkynningu um að verkbann yrði sett á
alla meðlimi Vinnuveitendafélgsins, ef
bannfæringin yrði ekki afturkölluð sam-
dægurs — fyrir kl. 3.
Vinnuveitendafélagið varð að beygja
sig, hinn voldugi og harðvítugi foringi
þess, Eggert Claessen, varð að lúta í
lægra haldi fyrir samstöðu hins vígreifa,
sósíalistíska verkalýðs Dagsbrúnar. Bann-
færingin var afturkölluð samdægurs.
Verkamenn höfðu sýnt hvert vald þeir
eru, er þeir standa saman, meðvitandi um
mátt sinn í krafti þeirrar frelsishugsjónar,
er þeir fylkja sér um.
Við birtum nöfn þeirra bardagahetja
Dagsbrúnar, er bannfærðir voru og brutu
bannið í krafti félagsskapar síns, í III.
kafia þessarar greinar.
Gerðardómslögin voru nú með skæru-
hernaði hinna mörgu og samtaka verka-
lýðsfélaga, er nutu sósíalistískrar for-
ustir, brotin á bak aftur og Alþingi sá sér
23