Réttur - 01.01.1986, Síða 26
Þegar svo Dagsbrúnarfundur var boö-
aður í apríllok, vissi ég að sumir hinna
róttækustu í flokknum hvöttu verkfalls-
verðina tii að koma á fundinn og fella
samningana. Eðvarð hélt langa og svo
sannfærandi ræðu á þessum afar fjöl-
menna fundi að einróma að heita má var
fallist á að semja um það, sem hér er frá
skýrt og síðan samið 28. apríl. Eðvarð
skilgreindi þessa mikilvægu baráttu alla í
1. maí ræðu sinni, sem prentuð er í
„Rétti“ 1955, bls. 23-29, undir fyrirsögn-
inni: „Sigurinn sem vannst“.
Það var deilt hart um þessi mál á fundi
Sósíalistafélagsins nokkrum dögum síðar.
Ég man að ég svaraði þá hinum hörðustu
og róttækustu félögum okkar, sem staðið
höfðu vel á verkfallsvörslu og báru okkur
nú undanlát og jafnvel svik á brýn, eitt-
hvað á þessa leið: „Félagar, ef við biðum
það lengi, að þið, harðasti kjarninn, væri
farinn að segja: nú verðum við að semja,
— þá væri slíkur uppgjafartónn sam-
stundis kominn á vitorð atvinnurekenda
og þeir sæju að nú væri um að gera að
halda áfram: verkfallsmenn væru að gef-
ast upp. Við verðum alltaf að semja þegar
styrkur okkar pólitískt og andlega er
mestur og brotalöm ekki til.“
Dagsbrúnarverkfallið 1955 var eitt-
hvert hið sterkasta, sem Dagsbrún hefur
háð — og það að knýja fram atvinnuleys-
istryggingarnar, — sem nú eru orðnar 30
ára, -— var fordæmið um að verkalýður-
inn gat sett lög, þó það sé hinsvegar ólíku
ódýrara fyrir hann að gera slíkt með því
að standa saman sem einn maður í kosn-
ingum en að koma mannréttindum fram
með fórnfrekum verkföllum.
En su ríkisstjórn, sem ætlaöi sér að
brjóta verkalýðshreyfinguna á bak aftur,
brotnaði sjálf í sundur. 27. mars 1956
lagði forsætisráðherra hennar fram lausn-
arbeiðni sína og Alþingiskosningar voru
ákveðnar 24. júní og upp úr þeim mynd-
uð vinstri stjorn. Verkfallið mikla hafði
sýnt hvar sterkasta valdið í Iandinu var, ef
alþýðan stóð saman.
III.
Auðvaldið bannfærði þá,
— en Dagsbrún braut
bannfæringuna
samdægurs á bak aftur
Hér birtist listinn með nöfnum þeirra
Dagsbrúnarverkamanna, er auðvaldið
bannfærði 23. júní 1942, — en varð að
gefast upp fyrir samtakamætti verkalýðs-
ins samdægurs.
Nöfn þessara bardagahetja hins dag-
lega lífs verkalýðsins skulu geymast:
Agnar Guðmundss. Bjarnarst. 12
Agnar Guðmundss. Framnesv. 50
Ágúst Sigurbrandss. Framnesv. 30
Albert Sigtryggsson Eiríksgötu 25
Ari Magnússon Bragagötu 22 A
Árni Árnason Baldursgötu 7
Árni Jóhannsson Lindargótu 43 A
Árni Sigurðsson Grettisgötu 73
Ásgeir Torfason Garðastræti 45
Baldur Ársælsson Vesturgötu 35
Baldur Guðmundsson Njálsgötu 72
Baldur Hjartarson Óðinsgötu 11
Baldur Jónsson Ránargötu 31
Bang Ole Laugavegi 46
Benedikt Hanness. Hofsvallag. 18
Bencdikt Helgason
Bencdikt Lárusson Hverfisg. 87
Bjarni Stefánsson Ingólfsstræti 6
Björgvin Ólafsson Laugav. 28 B
Björgvin Steindórsson Bjarn. 6
Björn Björnsson Ásvallag. 39
i Björn Björnsson Hringbr. 214
26