Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 31
mýkt náttúru lands vors viö sögu og
minningar hennar, harmleikir hennar og
reisn, á einhverjum tilfinningaríkasta og
rismestu táknmáli tungu vorrar.
Frá honum berast oss „Úr landsuðri“
einhver heitustu, dýpstu og hjartnæmustu
Ijóð tungunnar, — ákall gests á framandi
strönd til þjóðar í andlegum nauðum, —
rödd útlagans, sent yfirstétt hataði og
hrasddist, af því hann elskaði það land svo
heitt sem hún vildi selja og fórna.
•lón Helgason var einn af þeim, sem
gerði reisn íslands á þessari öld slíka um
áratugi, að land vort varð „stórveldi
andans“ á jörð þessari, er valdagirnd
auðjöfra hótar að tortíma. En samtímis
taka þau lítilmenni völd hér, sem eru að
ofurselja fósturjörðina í æ ríkara mæli í
helgreipar Mammonsríkis Ameríku og
feyna að smækka þjóðina svo hún sætti
s'g, þýlynd orðin, við þjónshlutverk
hermangarans.
Jóni Helgasyni sveið að hugsa til þess
hlutskiptis, er þjóð vorri þá væri ætlað, ef
sú aðför að anda hennar og sál tækist.
(Sjá bls. 33). Og hann húðstýkir jafn-
hliða þjóðsvikunum trúhræsnina, sem vex
1 réttu hlutfalli við Mammonsdýrkunina
°g andkristilegt stjórnarfar með þessum
°rðum:
„Ef allt þetta fólk fær í gullsölum
himnanna gist
sem gerir sér mat úr að nugga sér utan
í Krist,
þá hlýtur sú spurning að vakna hvort
mikils sé misst
ef maður að síðustu lendir í annari
vist.“
Jón Helgason er kominn heim úr ævi-
langri útlegð.
Jötuninn við Lómagnúp hefur kallað
anda hans heim til fósturjarðarinanr, inn
í hið helga fell íslensks skáldskapar, ís-
lenskra erfða. Þar munu eigi aðeins fagna
honum „hans liðnir afar“, heldur mun og
hljóma þaðan til íslensku þjóðarinnar
kuldaleg rödd hans og djúp, ilja komandi
kynslóðum — gefa þeim þrótt og þor,
áminna þær um að gæta arfs síns og lífs,
þegar „helkuldi myrkrar grafar“ ógnar
þeim herteknum frá auðsins þrælum. En
ljóðin hafa áður leyst þjóð vora úr
fjötrum.
Ljóð Jóns Helgasonar munu eigi aðeins
ilja komandi kynslóðum um hjartaræt-
urnar, heldur og hjálpa til að bjarga anda
þeirra og veita þeim að nýju íslenska
reisn, — ef þýjum auðsins tekst ekki að
tortíma þessari þjóð vorri, sem hingað til
hefur lifað af allar ógnir elds og ísa, arð-
rán og spillingu erlendra drottna.
„Jötuninn stendur með járnstaf í hendi
jafnan við Lómagnúp“ og kallar oss alla
með röddu Jóns Helgasonar til að duga
sem menn, sem íslendingar til að frelsa
landið, sem hann unni og helgaði allt líf
sitt og starf.
E.O.
31