Réttur


Réttur - 01.01.1986, Side 34

Réttur - 01.01.1986, Side 34
Sveinbjörn Guðlaugsson 1902 - 1986 Með Sveinbirni Guðlaugssyni er fallinn í valinn sá maður, er var leiðtogi vöru- bílstjóra í fræknasta verkfalli, er þeir og aðrir bílstjórar háðu og unnu I stríði við ríkisstjórn og breska olíuhringi fyrir rúmum 50 árum, í desember 1935. Sveinbjörn var fæddur í Selvogi 12. mars 1902, en fluttist til Reykjavíkur 1920, stundaði fyrst sjómennsku um 9 ára skeið, en gerðist síðan vörubílstjóri á eig- in bíl. Hóf hann snemma starf í verka- lýðshreyflngunni og þegar þau tíðindi gerðust að ríkisstjórn Framsóknar og Al- þýðuflokks, sem kallaði sig „stjórn hinna vinnandi stétta“, lagði 4 aura toll á bensín- líterinn í desemberbyrjun 1935, voru bresku olíuhringirnir ekki lengi að ákveða að láta bílstjórana og almenning borga þann toll og hækkuðu bensínlíterinn úr 32 aurum í 36 aura. Sveinbjörn var þá formaður „Vörubif- reiðastjóradeildar Dagsbrúnar“ þegar þetta gerðist og gerði strax sarnkomulag við bifreiðastjórafélagið „Hreyfil“ um verkfall gegn skatti þessum. Hófst það kl. 12 á hádegi 21. desember. Stöðvaðist nú allur akstur bifreiða, nema sá er félögin leyfðu. Stjórnir bílstjórafélaganna ræddu á öðrum degi verkfallsins við atvinnumála- ráðherra Aiþýðuflokksins um að setja hámarksverð á bensínið, en ráðherrann kvað olíuhringana svo volduga að ekki væri til neins fyrir ríkisstjórnina að ætla að segja þeim fyrir verkum. Gerðu nú bílstjórafélögin samkomulag við félagið „Nafta“, sem gat þá útvegað pólskt bensín á nógu lágu verði til að beygja bresku olíuhringana, ef það fengi að byggja bensíntank og flytja bensínið inn. (Nánar er sagt frá þessu í bókinni „Kraftaverk einnar kynslóðar“, bls. 310- 313.) Bifreiðastjórafélögin kváðust nú 34

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.