Réttur - 01.01.1986, Side 44
þeim mun fjarlægari sem hraðinn var
meiri, stéttirnar fleiri, sléttari og áferðar-
fegurri til að sjá.
Mennirnir tveir stóðu þarna á stétt og
töluðust við, um stéttir. Það var ekki
langt á milli þeirra, aðeins nokkur skref,
þó var eins og heill mannsaldur stæði á
milli þeirra í skilningi og viðhorfum. Ungi
maðurinn hélt á pappírunum sínum og
heiðríkjan skein úr augum hans. Erfið-
ismaðurinn studdist við hnallinn, horfði
á vegfarendur og þó ekki, heldur yfir þá
og út í heiminn, hann var aö hugsa um
lífið. Við hérna erum í akkorði, sagði
hann og ekki tjóir að slóra. Hann yrði að
ná meiru en meðalafköstum. Klippt og
skorin ákveðin upphæð fyrir lagðan fer-
meter af heilum en aldrei gert með hve
vinnan við undirlag og þjöppun gat verið
mismikil. Akkorðið, já, fjárans áreiti,
furðulegt hvernig það gat ýtt manni áfram
að vinna. Rétt eins og maður væri ekki
orðinn þreyttur að afloknum sínum lög-
bundna vinnutíma. Við, sagði ungi mað-
urinn og ósjálfrátt fann hann til samúðar
með öllum heimsins róttæklingum. Við,
erum nú kannski ekki allir eins nema í
því að vilja tala hispurslaust við fólk —
vinnufólk og reynum að hafa áhrif á það.
Finnst þér kannski letrið of smátt í Stétta-
baráttunni og helst til stórkallalegt á
Neista. Líka ertu alveg sjálfráður hvort
þú kaupir þessi upplýsingarit um samtíma
viðburði, ekki ætla ég að neyða þig til
eins eða neins.
Námslaun hefur mér ekki tekist að
krækja í þó ég hafi veriö að flögra þetta í
öldungadeildinni, hcld reyndar aö þau
tíðkist aðeins í kommúnistaríkjunum. En
hvað sem því líður, hef ég lifað á sumar-
vinnunni og bútung sem ég dró á trillunni
hans afa fyrir vestan. — Kemur saman og
heim. Þið fylgist vel með þeim þarna hin-
um í öðrum löndum. Snasið upp hvert til-
vik og atburð frá stórþjóðum, dragið í
sarpinn og heimtið það sama. Slíkur er
mátinn og ætlist sjálfsagt til námslauna og
styrkja. Þú ert svo sem nógu heiðskír á
svipinn, ekki vantar það. Ef til vill bráð-
saklaus að vestan. En hvað ertu að láta
véla þig í þetta blaðaráp? Væri ekki nær
að fá sér vinnu, hafa sig upp, eiga minnsta
kosti fyrir skjólgóðri flík. Norpandi ber-
hálsaður á lélegum skóm. Já, þú ert hissa,
en ég bogra svo mikið við hellurnar. Sé
þar af leiðandi meir af skóm sem fram
hjá mér fara, en andlitum sem þó máski
þykjast ráða ferðinni.
Tala hispurslaust segirðu — hvern
fjandann heldurðu að það þýði svo sem.
Ræð ég þá til að mynda nokkrum
sköpuðum hlut með þessar stéttir nema
rétt aðeins yfirborðinu og illa það.
Trúlega eru þín áhrif ekki mikil heldur,
síst á Spáni eða Portúgal og varla færð
þú eða aðrir hér námslaun.
44