Réttur - 01.01.1986, Side 47
Benediktsson hóf að gefa út „Dagskrá“,
er kom út 1896 til 1898 og flutti margar
greinar um jafnaðarstefnuna, eins og
Sverrir Kristjánsson rakti í grein sinni
„Frá Dagskrár-árum Einars Benedikts-
sonar“2. Og sömuleiðis eru 90 ár síðan
Þorsteinn Erlingsson hóf ritstjórn sína á
>,Bjarka“ á Seyðisfirði (1896 til 1900) og
síðan á „Arnfirðingi“ (1901-1903) og
þótt atvinnurekendur stæðu að þeim
blöðum, þá fluttu þau margt um sósíal-
isma. — Og „Sjá hin ungborna tíð“ Ein-
ars Benediktssonar, — sem verður langa
tíð söngur sósíalista — birtist 1897 í
„Sögur og kvæði“ Einars sem nú er næsta
sjaldgæf bók. En „Brautin“, hið fræga
kvæði Porsteins, orti hann 1895 og birtist
síðan sem upphafskvæði „Eimreiðarinn-
ar“ 1896 og svo í fyrstu útgáfu „Þyrna“
1897.
Samvinnuhreyfingin byrjar og útgáfu
sína um sömu mundir: „Tímarit kaupfé-
laganna“ undir ritstjórn Péturs Jónssonar
frá Gautlöndum byrjar 8. maí 1896. Er
Skúli Thoroddsen einn af þeim fulltrúum,
er saman koma og standa fyrir stofnun
Þessa sambands og tímarits. Hann var
fulltrúi Kaupfélags ísfirðinga.
Um sjálfa verkalýðshreyfinguna skal
vísað til rits Ólafs Rafns, en Bárufélögin,
Prentarafélögin og fyrstu verkalýðsfélög-
ln hefja göngu sína á síðasta áratug 19.
uldarinnar.
Benedikt á Auðnum byrjar og um þess-
ar mundir í bréfum sínum og skrifum að
boða samvinnustefnu og sósíalisma, svo
undiraldan er all víðfeðm. Hefur Sveinn
Skorri Höskuldsson gert góða grein fyrir
starfi Benedikts í þessum efnum í út-
vurpserindum sínum.
Sjálft þjóðskáldið okkar Matthías Joch-
umsson lýsir sig sem sósíalista í greininni,
er hann ritar í „Stefni“ á Akureyri 10.
des. 1896 við dauða William Morris. Er
sú grein birt í „Rétti“ 1952 undir fyrir-
sögninni „Skáldið William Morris“.
Hin sterka undiralda sósíalismans nær á
þessum árum til margs þess besta og göfug-
asta, sem ísland á.
Er 20. öldin hefst, færist æ meira líf í
hina vaknandi sósíalistísku hreyfingu á
íslandi.
Árið 1904 hefur Þorvarður Þorvarðs-
son, formaður og stofnandi „Hins ís-
ienska prentarafélags“ útgáfu fyrsta tíma-
ritsins, sem fyrst og fremst er helgað sós-
íalismanum: „Nýja ísland“. Birtir það
jafnt harðar ádeilur á ranglæti þjóðfélags-
ins sem fræðandi greinar um sósíalismann
erlendis. Porvarður var og formaður
Verkamannasambands íslands, er það
var stofnað 29. okt. 1907.
Um þessar sömu mundir stóð Porvarð-
ur og að útgáfu blaðsins „Reykjavík“,
sem Jón Ólafsson var ritstjóri að. Varð
það víðlesnasta blað landsins. Tók Jón
þar máistað verkamannasamtakanna, er
þau börðust fyrir kauphækkun og deildi
hart á iandshöfðingja og yfirvöld, er þau
sviftu Þorstein Erlinngsson þeim litla
styrk, er hann hafði haft frá Aiþingi. Hef-
ur Gils Guðmundsson gert góða grein fyr-
ir þessum atburðum í ágætum útvarps-
erindum sínum um Jón Ólafsson.
Verkalýðshreyfingin eflist. Félög, er
dáið höfðu út, rísa upp aftur og lifa og
dafna þaðan af. 1907 mynda þau „Verka-
47