Réttur


Réttur - 01.01.1986, Page 52

Réttur - 01.01.1986, Page 52
nýtt friðsamt og lýðræðislegt Þýskaland andstætt fasismanum. KPD vísaði með áskorun sinni 11. júní 1945 veginn til að yfirvinna yfirráð einokunarauðvaldsins, sem hafði komið tveim hræðilegum heimsstyrjöldum af stað. Flokkurinn krafðist „Endaloka klofnings vinnandi stéttar!“ og var í broddi fylkingar í barátt- unni fyrir sameinaðri verkalýðsstétt. Frumkvæði KPD hlaut mikinn stuðning hjá jafnaðarmönnum. Pað gerði mögu- legt samkomulag um framkvæmdir 19. júní 1945, þar sem báðir flokkarnir komu sér saman um að vinna saman að upp- byggingu samfélagsins á andfasistískum og lýðræðislegum grundvelli. Sameiginlegar aðgerðir verkalýðsstétt- arinnar sönnuðu gildi sitt í baráttunni við hungur og neyð, við uppbyggingu at- vinnulífsins, við uppbyggingu andfasist- ískra og lýðræðislegra stjórnarstofnana og við hreinsun nasista úr opinberum stöðum. í stéttabaráttunni um meðstjórn launþega á vinnustöðum, við framkvæmd lýðræðislegrar endurbótalöggjafar um landbúnað ásamt endurnýjun andlegs- og menningarlegs lífs þjöppuðust kommún- istar og jafnaðarmenn sífellt meira saman. Sameiginlega leituðu kommúnist- ar og jafnaðarmenn svara við grundvall- arspurningum sem upp komu í umbylt- ingu þjóðfélagsins gegn fasisma og í lýð- ræðisátt og unnu þannig gegn áhrifum hentistefnunnar. Stöðugt fleiri launþegar kröfðust í lok 1945/ byrjun 1946 aðgerða til sameiningar verkalýðsstéttarinnar. í austurhluta Þýskalands var stofnað sameiginlegt frjálst verkalýðssamband og sameiginleg lýðræðisleg og andfasistísk æskulýðsfylk- ing. Hér var samtakamáttur verkalýðs- stéttarinnar afgerandi útgangspunktur fyrir samstarf allra andfasistískra afla. Myndun sameiginlegs byltingarflokks verkalýðsstéttarinnar, sem löngu var orð- in söguleg nauðsyn, gekk hratt fyrir sig á fyrstu mánuðum ársins 1946. Sameining KPD og SPD gerðist í verksmiðjum, í sveitum, borgum, sýslum og löndum fyrst á aðskildum, síðan á sameiginlegum fundum í breiðri lýðræðislegri fjölda- hreyfingu. Um sameininguna voru teknar lýðræðislegar ákvarðanir — venjulega einróma. Eftir að fulltrúar á 15. flokksþingi KPD og 40. flokksþingi SPD 19. og 20. apríl 1946 höfðu samþykkt sameininguna, átti sér stað 21. og 22. apríl 1946 sameining- arflokksþing í Berlín. Þar voru viðstaddir 507 fulltrúar kommúnista og 548 fulltrúar jafnaðarmanna. Um það bil 620.000 kommúnistar og um það bil 680.000 jafn- aöarmenn sameinuðust í SED sem þar með var sterkasti flokkur Þýskalands. Stofnunarflokksþing SED gerði sam- einingu verkalýðsstéttarinnar á byltingar- grundvelli að veruleika. Einróma sam- þykktu fulltrúar „Meginreglur og markmið“. Þessi fyrsta stefnuskrá SED vísaði veginn til sósíalisma með samræmd- um aðgerðum við endanlega umbreytingu þjóðfélagsins í andfasistískt og lýðræðis- legt horf. Stofnun SED var sigur verka- lýðsstéttarinnar á heimsvaldastefnunni, sigur marxisma-leninisma á hentistefn- unni. Þessi sameining tryggði verkalýðs- stéttinni forustu í byltingarbaráttunni. Síðan þetta var hefur það margoft sann- ast fyrir SED að verkalýðsstéttin getur því aðeins uppfyllt sögulegar skyldur sín- ar að hún njóti forustu marxistísk-lenin- istísks baráttuflokks sem er stefnufastur og hefur náin tengsl við fjöldann. Undir stjór'n SED varð í föðurlandi höfundanna Karl Marx og Friedrich Eng- els hugmyndafræði vísindalegs sósíalisma 52

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.