Réttur


Réttur - 01.01.1986, Qupperneq 55

Réttur - 01.01.1986, Qupperneq 55
ÁGÚST VIGFtJSSON: Hún Bjagga gamla Þegar ég las bók Einars Oigeirssonar, „Kraftaverk einnar kynslóðar“, vöknuðu upp í huga mínum ótal minningar frá bernsku minni. Margar minningar um ör- snauða einstaklinga, sem alla ævi höfðu orðið að strita myrkranna á milli, fyrir ekkert kaup og áttu hvergi höfði sínu að að halla er kraftarnir þrutu. Nútíma æska heldur að maður sé að segja því þjóðsögu, þegar maöur segir því frá lííinu eins og það var. Það er ekki langt síðan fólk á Islandi lifði við örbirgð og allsleysi. Ég ætla nú að segja ykkur frá konu, sem varð að þola óblíð ævikjör. Kona þessi, hún Bjagga gamla, dó fyrir ca. 40 árum. Ég birti hér fyrst grein sem ég skrifaði um hana Bjöggu og birtist í bók minni >,Mörg eru geð guma“. Eins og fram kemur í greininni, vissi ég lítið um lífshlaup Kjöggu gömlu, enda þýddi lítið að spyrja hana. Nú fyrir skömmu kom til mín hálfníræð kona, sem hafði þekkt Bjöggu gömlu og verið með henni. Kona þessi heitir Sigríður Bogadóttir. Hún var gift Guðjóni Bjarnasyni verkalýðsleiðtoga í Bolungavík. Hún er hálfsystir Eggerts Þorbjarnarsonar og Guðbjargar leikkonu. Sigríður sendi mér í sumar bréf með upplýsingum um Bjöggu. Ég birti þetta bréf til að menn geti séð hvernig lífskjör umkomuleysinga voru. Sr. Páll Sigurðsson jarðaði Bjöggu gömlu. Ég var við jarðarförina og man enn hvernig sr. Páll byrjaði: „Hérna hvílir nú hún Iíjagga gamla. Hvað skyldi maður nú eiga að segja um hana?“ Ræðan var snilldarverk, full af samúð og skilningi á kjörum smælingjanna. Vatnsberinn Það er stundum talað um hinar miklu hreytingar, sem gerst hafi í þjóðlífi okkar Islendinga á þessari öld. Pað er ekki furða þótt eidri kynslóðinni verði tíðrætt um þetta. Svo mjög sem allt hefur tekið stakkaskiptum. Lífskjör og atvinnuhættir hafa breyst svo að undrun sætir. — Mörg störf, sem menn unnu og algeng voru og hvert mannsbarn þekkti og kunni fyrir 50-60 árum, heyra nú fortíðinni til. Og spyrji maður yngra fólkið um þessa hluti. veit það ekki hvað við er átt. Það kannast víst flestir eldri menn við svo sjálfsagt og algengt starf að sækja vatn. Vatnsleiðslur voru latíðar fyrir hálfri öld. Allt vatn varð að sækja í brunn eða lindir. Oft var þetta starf ætlað ung- lingum. — Það þurfti oft að sækja mikið vatn, — því búpeningurinn þurfti einnig sinna muna með. í kaupstöðum var þetta oft starf eldra fólksins, og sumt gerði ekki annað en sækja vatn. Þetta fólk var sífellt á ferli á milli húsanna með föturnar og berann — buröartréð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.