Réttur


Réttur - 01.01.1986, Page 58

Réttur - 01.01.1986, Page 58
sérkennilegu, dulu og ómannblendnu manneskju. Og árin liðu. Ellin setti sitt mark á hana Bjöggu gömlu, eins og alla, sem háum aldri ná. Henni varð þyngra um gang, og vatnsföturnar sigu meira í en gert hafði meðan hún var yngri. Það var auðséð að hún átti erfiðara með burðinn en áður var. — En ekki kvartaði hún. Það var venja í þorpinu að halda einn skemmtifund á ári fyrir gamla fólkið. I daglegu tali nefnd Gamalmennaskemmt- unin. Á þessa skemmtun fékkst hún Bjagga gamla aldrei til að koma. Ein- angrun hennar varð ekki rofin. Það varð fátt um tilbreytingar í lífi hennar. Þó var eitt, sem hún virtist njóta og vanrækti aldrei. Hún sótti flestar jarðarfarir í þorp- inu. „Það verður nú í seinna lagi, sem ég kem með vatnið núna,“ sagði hún stundum. „Ég ætla að skreppa til jarðar- farar að gamni mínu.“ Eins og hún orðaði það, gamla konan. Þetta þótti nú sumum all einkennilega til orða tekið. En kannske hefur nú gömlu konunni fundist þetta tilbreyting, sem lífgaði upp hennar fábreytta líf. En svo fór þrekið að bila. Hún hætti að koma reglulega með vatnið í húsin, og suma dagana kom hún alls ekki. „Varstu eitthvað lasin í gær, Bjagga mín?“ spurði fólkið. Nei, nei, hún sagðist ekki hafa verið neitt lasin. „Ég var eitthvað sein fyrir,“ sagði hún. En svo hætti hún að koma. Þetta þótti öruggt merki þess, að gamla konan væri meira en lítið lasin. Þótt hún fengist ekki til að viðurkenna það eða segja neinum frá því. En brátt urðu menn vissir um að gamla konan væri sjúk. Var nú oddvitanum tilkynnt þetta, og að einhverra aðgerða væri þörf. — Var nú farið inn að kofanum hennar Bjöggu gömlu. En hún gegndi ekki, þótt knúið væri dyra. Varð nú að stinga upp dyrnar. Þar var ömurlegt um að litast. Gamla konan lá þar í fatahrúgu á gólfinu. Það var auðséð að hún var orðin fársjúk. Var henni nú sagt að þarna gæti hún nú ekki verið einsog hún væri á sig komin. Hún andmælti og sagðist ekki vilja fara neitt. Kofinn var hennar heimur, þrátt fyrir all- an nöturleikann. — Hún lét sig þó brátt og var studd út í bílinn og flutt á sjúkra- hús. — Þar lést hún skömmu síðar. Þegar farið var að þrífa til í kofanum og moka út ruslinu, fannst þó nokkuð af peningum innan um fatahrúgur og annað rusl. Sumir peningarnir voru orðnir svo gamlir, að þeir voru fallnir úr gildi. Hún hafði aldrei keypt neitt fyrir pen- ingana, sem henni voru fengnir. Og hefur líklega aldrei hugsað um peninga eða skilið gildi þeirra. Hún lifði ekki fyrir peninga. Bjagga var orðin gömul manneskja, er ég sá hana fyrst. Þrátt fyrir tötralegan klæðnað hennar, og að hún var lítt snyrti- leg, var þó auðséð að hún mundi hafa verið lagleg á yngri árum. En hver var í raun og veru saga hennar. Og hvers vegna varð lnin svona einmana og einræn. — Um það vissu víst fáir. Hún minntist aldrei einu orði á fortíð sína. Hún var oftast köld, þögul og hrjúf eins og blágrýtishnullungarnir í fjörunni fyrir neðan kofann hennar. Hún var ein af þessum nafnlausu einstaklingum, sem koma og fara án þess að eiga neina sögu. Og þó, — kannski átti hún sögu, eitthvað sem risti svo djúpt, að hún gat engum trúað fyrir því. Gömul kona, sem þekkti til Bjöggu frá fyrri árum hennar, sagði mér: „Já, hún varð nú fyrir hnjaski er Inin var ung. Og kannske hefur hún aldrei beðið þess 58

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.