Réttur


Réttur - 01.01.1986, Síða 61

Réttur - 01.01.1986, Síða 61
því við áttum eftir að ganga frá ýmsu, þegar aðrir voru gengnir til hvílu, og þó Bjagga væri búin á undan mér með verk sín, beið hún alltaf eftir mér, settist á eldiviðarkassann og hallaði sér upp að þilinu. Svo er það einu sinni að ég sé að Bjagga er óvenju miður sín, og ég segi við hana: Er þér illt Bjagga mín, eða amar eitthvað að þér? Pað þýðir lítið að kveina eða kvarta fyrir mönnunum, það sinnir því enginn, svaraði hún. Ég fer að hugsa um, hvernig ég eigi að hugga hana Bjöggu, fer inn í stofu, fæ mér blað og penna, og fer að reyna að yrkja eitthvað, henni til huggunnar, og nota hennar eigin orð: Það þýðir ekki að kveina og kvarta, kvörtun enginn sinnir hér. En ég bæti við: En Guð sem býr í hryggu hjarta, hugarsvölun veitir þér. Ég fer með þetta fram til hennar, les fyrir hana vísuna, og þá segir hún: Viltu lesa þetta fyrir mig aftur? Ég segi: Já, já, ég var að gera þetta fyrir þig. Má ég eiga miðann, segir hún. Já, segir ég, þú átt hann. Hún stingur honum í barm sér og bar hann á sér, hve lengi veit ég ekki. Mér fannst hún hressast við þetta, því j það er ekki alltaf það háfleyga, sem hugg- ar best. Aðalatriðið er, að það komi frá hjartanu. Svo ríður yfir reiðarslagið. Hún fær til- kynningu um lát Haraldar Árnasonar, sonar síns, sem þá var 9 ára gamall, og þá fyrst sá ég Bjöggu bregða, því ég held hún hafi bundið miklar vonir við þennan son sinn, sem hún unni mest barna sinna. Þá braut hún odd af oflæti sínu, fór inn í Ogur og fylgdi syni sínum til grafar. Hún kom aftur til Bolungarvíkur og hélt áfram að vinna sín störf þögul og þol- inmóð, og bar harma sína í hljóði. Það er sagt, að þegar fólk verður fyrir sorgum og erfiðleikum, að því blæði út, en Bjöggu blæddi alltaf inn, enda hafði hún engan til að bera sig upp við. 61

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.