Réttur


Réttur - 01.01.1986, Síða 62

Réttur - 01.01.1986, Síða 62
ROBERTO FERNANDEZ RETAMAR: Nú veit ég: þú ert ekki nóttin: þú ert strembin og dagleg vissa. Pú ert gremjan, þú ert reiðin sem fær okkur til að rís gegn óvininum. Þú ert tungan sem við notum til að skilja hver annan við sem uxum upp í þinni birtu. Þú ert jörðin sanna, lofið sem brjóstið þráir. Þú ert lífið sem í gær var loforð þeirra sem féllu og sukku í iður þín. Þú ert staðurinn þar sem ástin djúpa býr og gleðin, hugrekkið og óumflýjanleg biðin eftir dauðanum. Þú ert lífsmáti okkar, þú ert steinninn sem við stöndum á, þú ert kistan fagra, afarstóra, sem bein okkar skulu molna í svo að ásjóna þín haldi áfram að mótast. (Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi) Roberto Fernandez Retamar (f. 1930). Kúbanskt ljóðskáld, einnig gagnrýnandi og ritstjóri. 62

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.