Réttur - 01.01.1986, Síða 63
INNLEND n í
VÍÐSJÁ □LH
Samningarnir
Mér finnst trúlegt að verkalýðsleiðtog-
arnir hafi gengið til þessara samninga í
ómeðvitaðri vissu unt að með verkföllum
væri aðeins hægt að hræða, en væri knúin
fram kauphækkun eða aðrar kjarabætur
nteð þeim, þá væru slíkir ávinningar taf-
arlaust eyðilagðir af verkalýðsfjandsant-
legri ríkisstjórn með lagasetningu (sbr.
þriðjungskaupránið) eða með gengis-
lækkun.
f>að yrði því að reyna hve langt væri
hægt að komast friðsamlega, meðan sam-
tök launafólks ekki átta sig á því að
stjórnmálabaráttan er eina leiðin til að
sigra.
í þessum samningum fórnar auðkýf-
ingastéttin engu, hermangarar og brask-
arar halda öllu sínu og geta grætt áfram.
Einstaka endurbót er knúð fram: mán-
aðaruppsagnarfrestur fiskvinnslufólks
o.s.frv.
Annars er best að bíða með dómana
um samninga þessa uns áþreifanlega sést
hverjar efndir verða, sérstaklega unt
húsnæðismálin, stöðvun dýrtíðar o.fl.
En það hlýtur óhjákvæmilega að vekja
iilan grun, samtímis því sent nýríkri auð-
stétt er hlíft, að tekið er 200 milljón
króna lán til að standa undir miklu af
„endurbótunum". Stjórnarflokkarnir sjá
fram á tvennar kosningar á þessu og
næsta ári og vilja gjarnan sýnast eitthvað
annað en bölvaðir kaupræningjar.
En hver á að borga lánin eftir 2 ár?
Verður því ekki skellt á alþýðu manna, et
flokkar hermangara og braskara fá áfram
að halda völdum?
Og hvað nteð skylduna að láta lífeyris-
sjóðina sjá fyrir meginhluta húsnæðis-
lána? Er ekki ríkisstjórnin búin að stela
nóg af verðgildi þessara lífeyrissjóða
launafólks með gengislækkunum undan-
farið, til þess þeir fengju að vera í friði og
auðkýfingarnir í landinu væru látnir lána
fé með lágum vöxtum til að létta húsa-
kaup alþýðu?
Menn munu bíða og sjá hvað setur, en
alþýðan þarf að vera vel á verði. Þeir,
sem valdið hafa, eiga svo auðvelt með að
blekkja og svíkja, jafnvel stela og ræna ef
svo ber undir, — jafnvel með bráðabirgða-
lögum.
Launastéttir íslands, skipulagðar í
A.S.Í., B.S.R.B., og fleiri heildarsam-
tökum eru yfirgnæfandi meirihluti kjós-
enda, líklega 80-90.000. Ef þessar stéttir
bera gæfu til þess að standa saman á
stjórnmálasviðinu, þá geta þær, ásamt
þeint mörgu, sem með málstað þeirra
standa, verið meirihluti á Alþingi og ráð-
ið ríkisstjórn. Pví miður aukast þau fyrir-
brigði að samtök þessi sundrist.
Hér þarf að verða gerbreyting á. Hin
vinnandi launastett íslands þarf að átta
sig á valdi því, sem felst í pólitískri sam-
stööu hennar og nota það til fulls.
63