Réttur


Réttur - 01.04.1975, Page 7

Réttur - 01.04.1975, Page 7
 fara þá sumir fjölmiðlar íslenskir að átta sig á því að hafa vaðið i villu og reyk i 30 ár og legið hund- flat r fyrir ameríska áróðrinum. Mjög virðist þó efins að Morgunblaðið megni þar nokkuð að læra. Það virðist enn syrgja hvern einasta fasista, er fellur af valdastóli. - VIÐ OG DRAUMUR VOR Vér Islendingar losnuðum endanlega undan leyf- um af kúgunarvaldi danskra og enskra yfirstétta og stofnuðum okkar lýðveldi i sömu mund og Viet- namar lýstu yfir sínu. Þjóð vor átti sér þá draum um sjálfstætt, heriaust land, ósk, sem tjáð var í þessum visuorðum lýðveldiskantötunnar: ,,Svo aldrei framar Islands byggð sé öðrum þjóðum háð." Eestu menn þjóðarinnar og hugumstærstu skáldin dreymdi stóra drauma um íslenska þjóð sem stór- þjóð manndóms og manngildis. Þeir höfðu eggjað alþýðuna þegar áþjánin var mest og auðvald og kreppa hertu tökin, hvatt hana til að rísa upp og varpa oki örbirgðarinnar af herð- um sér, dregið upp fyrlr hana myndina af draumn- um um frjálst land og frjálsa þjóð. Eggjunarorðin frá bestu skáldunum, sem hún hefur átt — skáldunum, sem voru sjálf samviska þjóðarinnar, — hljómuðu til hennar án afláts. „Hvort vakir þú? Hvað viltu, islensk þjóð? Er von mín aðeins hylling, draumur, Ijóð, að sjá þig stefna heila á sigurhæð, er hvolfist yfir næsta syndaflóð? . . . Að sjá þig rísa, opna þína æð til æðstu fórnar, — breyta þinni smæð í hjartans söng, í andans vökuóð, uns óskin mikla verður hold og blóð?“ Svo orti Jóhannes úr Kötlum í ,,Frelsi“, kvæð- inu, er hóf rismesta timabil islenskra bókmennta, öld hinna rauðu penna. Og í hvert sinn er hann óttaðist að þjóðin hans kynni að bogna undan ásókn kreppu og örbyrgðar, hljómaði sama volduga hvatn- ingin á ný til Islendingsins. (I „Þegar landið fær mál“): „Stundin kemur í dag og til drengskapar knýr, þar til djörfungin sigrar þitt hik. Þú ert maður of stór, þú ert maður of dýr, til að minnka við afslátt og svik.“ Drauminn, sem Jóhannes úr Kötlum, mesti mað- ur þecsarar skáldakynslóðar, ól i brjósti og barðist fyrir fram til hinstu stundar, túlkaði mesta skáld þeirrar rauðu kynslóðar, Halldór Laxness, svo, er hann lýsti því stórvirki er ,,andi hins fátæka al- þýðuskálds" hefði unnið: — „þessi andi var kvikan í lifi þjóðarinnar gegn- um alla söguna, og það er hann sem hefur gert þetta fátæka eyland hér vestur í hafinu að stór- þjóð og heimsveldi og ósigrandi jaðri heimsins." Þegar alþýða íslands svo reis upp og útrýmdi, með harðri stéttabaráttu"* sinni örbirgð þeirri, er þjáð haföi hana allt frá upphafi Islands byggðar, brast hana máttinn til að afnema það arðránskerfi, sem skamtar vinnandi manni fátæktina og yfirstéttinni auð, ef hún kemst upp með að beita því. Alþýðan hnekkti æ siðan að lokum þeim end- urteknu tilraunum amerísks auðvalds og íslensks afturhalds3) til að leggja hana undir ok fátæktar- innar að nýju. En samtim's því sem þessi hjaðningavíg stétta- baráttunnar hófust, er auðvaldið reyndi að ræna verkalýð ávöxtum lífskjarabylt'ngarinnar, hóf aftur- haldið aðra lymskulegri og hættulegri aðför að íslenskri þjóð: að grafa undan manndómi alþýðu og manngildismati þjóðarinnar, að breyta hinum frjálsa manni í feitan þjón4), ef ekki tækist að gera hann aftur að börðum þræl. Takmark'ð var Ijóst: Fyrst ekki tókst að láta baslið smækka hinn vinn- andi mann, þá skyldi þó velmeguninni takast að minnka hann. Ef hann hefði dreymt um að verða herra velmegunarinnar, þá skyldi hann þó aldrei komast hærra en verða þræll hennar. Ef ekki tæk- ist að leggja hann undir ok fátæktarinnar að nýju, þá skyldi þó fyrir því séð að hin andlega fátækt yrði hlutskipti alþýðu í nógu ríkum mæli til þess að auðvald og afturhald þyrfti ekki að óttast um völd sín. Voldug blöð og fjölmiðlar, sem áður töldu ör- birgðina oss af guði senda og óguðlegt gegn henni að risa, hafa nú í þrjátíu ár hamast til að berja boðskap hinnar andlegu fátæktar inn í þjóðina: vanþekkinguna, ósannindin, hleypidómana. Og und- ir hræsnisgrímu lýðræðishjalsins logar ofstæki fas- ismans: hver fasistaieppur Bandaríkjanna er dáður 87

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.