Réttur


Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 8

Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 8
sem framvörður frelsisins en öll frelsisbarátta kúg- aðra stétta og þjóða afflutt og rægð verr en aum- ustu dönsku afturhaldsblöðin svívirtu sjálfstæðis- baráttu vora fyrrum. Meðan blóðhundar Bandaríkjaauðvalds hafa brennt og myrt í Vietnam undanfarna áratugi, hafa erindrekar þess valds hér og bandamenn þess hamast við að reyna að heilaþvo þjóðina, gera hana að andlegum umskiptingi, svo hún yrði hlýð- in og undirgefin hinu erlenda hervaldi, er vill fá föðurland hennar að herstöð og vígvelli, þótt það svo yrði henni sjálfri að fjörtjóni. Stephan G., sem sjálfur þekkti hvernig amerískt auðvald hafði minnkað þá rismiklu þjóð, kvað upp dóminn: „auðvaldsþjóð er hörmulegast snauð.“ Honum hraus hugur við tilhugsunina um hvernig auðvaldsáróðurinn gat umhverft vissum Islending- um forðum, er hagnýta þurfti þá í heimsvaldastriði. Því orti hann um þá: — „en að fá þá minni menn, sem helmtast aftur heim, er hugarraun mér þyngst.“5> Baráttan við áróðursgaldurinn er háð til að hindra að nú taklst að gera Islendinga að „minni mönn- um." „Hræðist ekki þá sem likamann deyða," var sagt forðum. Hetjuþjóð Vietnam sýndi það afburða hugrekki að láta aldrei bugast sem þjóð, hvernig sem bandarískt hervald brenndi, eyddi og drap. A völdugum útifundi Sósíalistaflokksins 16. maí 1951, er mótmælt var nýju hernámi Bandaríkjahers, er brotið hafði stjórnarskrá landsins með innrás sinni, mælti Brynjólfur Bjarnason þessi orð:0) „Við getum unnið sigur í þessari baráttu við hið ægilegasta herveldi allra tíma og við munum vinna þann sigur, aðeins ef við glötum ekki sál okkar ... Hættulegra en allar eyðileggingar í styrjöld væri það ef við glötum sál okkar, vitund og vilja sem þjóð. Og þessi verðmæti getum við varðveitt, þó við eigum ekki þau vopn, sem Bandaríkin beita. Og með þessum vopnum, sem munu reynast meiri en öll múgmorðstæki Bandaríkjanna, munum við sigra, ef við höldum lífi.“ Sigur Vietnams sannar þessi orð hans. I ávarpi Sósíalistaflokksins til þjóðarinnar 8. maí 1971 gegn innrás og hernámi Bandaríkjahers stóðu þessi orð: „Standið vörð gegn þvi hernámi hugans og hjartans, gegn forheimskuninni og þýlyndinu, sem leppblöðin og leppflokkar amerísks auðvalds boða, — því það hernám er öllu öðru hættulegra.“ Gegn því hernámi stendur frelsisbarátta Islend- inga í dag. Sigur Vietnam er um leið sigurvon vor. E. O. SKÝRINGAR: ’) Af borgaralegum fulltrúum Bandaríkjanna er það framar öllu öldungadeildarþingmaðurnn J. W. Fulbright, er var formaður utanrikismálanefndar, sem hefur sagt löndum sínum til syndanna í þessum efnum, einkum I tveim bókum: The arrogance of power" (Valdadramb) 1966, og „The crippled giant“ (Krepptur risi) 1972. Það er stéttabarátta vorkamanna, sigurinn 1942, aðstaðan til að varðveita ávexti hans, sem skap- ar þann auð, er 11 var í erlendum innstæðum í árslok 1945, en ekki útflutningur Islendinga. Samanlagður útflutningur var á árunum 1940— 1945, að báðum meðtöldum 1277 miljónir króna, en innflutningurinn 1271. Innieignln erlendis, i júní 1945 580 miljón'r, stafar fyrst og fremst af kauphækkununum og að verkalýðurinn var póli- tískt nógu sterkur til að hindra gengislækkanir. 3) I „Rétti" 1969 bls. 68—74 er gott yfirlit yfir þessi átök og línurit um kaupmátt tímakaupsins, — og svo aftur i „Rétti" 1974 bls. 151—157. 4) Hér er vitnað sem oftar í hina snjöllu líkingu Halldórs Laxness í „Islandsklukkunni" lagðri í munn Arnas Arnæus: „Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir islensku mundu þá i besta lagi verða feitir þjónar þýsks lepprikis. Feitur þjónn er ekki mik- ill maður. Barður þjónn er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heirna." 5) Síðasta vísa Stephans G. í kvæðinu „Fjallkonan til hermannanna sem heim koma" (1917, í Víg- slóða") hljóðar svo: „Minn frið til þeirra er féllu. Þú kyrð og kös þá geym! Og Kains-merki leyndu undir blóðstorkunni á þeim —. En að fá þá minni-menn, sem heimtast aftur heim. Er hugarraun mér þyngst.“ ") Ræða Brynjólfs er birt í Rétti 1951 bls. 154— 159 og í „Með storminn í fangið I." bls. 301 — 307, 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.