Réttur


Réttur - 01.04.1975, Síða 22

Réttur - 01.04.1975, Síða 22
KIM EM- fangi án númers Síðdegis um haust. Hafið heyr hina enda- lausu baráttu sína við ströndina. Oldurnar skvettast og hópur barna, sem er að leik á ströndinni, hleypur hvíandi undan þeim, en eltir þó gáskafullur hverja öldu, þegar hún fjarar út. Skær hlátur barnanna gerði okkur erfitt fyrir. Gátum við trúað því að þessi börn hefðu verið fangar, í fyllstu merkingu þess orðs. Elsta barnið var aðeins rúmlega tíu ára gamalt, hið yngsta 2 ára. Hver gat trúað, að þau hefðu verið lokuð inni í þröngum fangaklefum, hefðu þolað hungur og þorsta, pyntingar? Nokkur þeirra voru enn í móður- kviði, þegar mæður þeirra voru barðar til óbóta. Hvaða áhrif hafa höggin haft á hið ófædda ungviði. Þessi börn fæddust í fangelsi. Þau höfðu ekki verið tekin til fanga og hlutu því engan matarskammt. Þau fengu af naumum mat móðurinnar. Þau fæddust á köldu sements- gólfinu. Samfangarnir gáfu móðurinni, það af gömlum klæðum, sem þeir gátu verið án, til þess að vefja barnið í. An vatns og án lyfja ólust þau upp, eins og börn villtra hellisbúa. Nú leituðu þau skelja og krabba á strönd- inni eða lásu blóm í skógarjaðrinum. Eg sat og hlustaði á Kim Em, fjögurra ára gamla stúlku, þegar Hanh, önnur lítil stúlka kom og sagði í einlægni: „Eg hef verið þrjú ár í fangelsi". Þessi óvænta yfirlýsing frá sak- lausu barni, sem aðeins ætti að þekkja ást- arorð og umhyggju, skar mig í hjartað. Dökk augu hennar voru stór og spyrjandi. Þau virtust spyrja, því hún hefði orðið að dvelja í fangelsi þessi ár. Eg talaði við móður Kim Em. Hún heitir Kim Linh, 31 árs, og var handtekin síðdegis í ágúst 1971 á Ong Lanh brúnni í Saigon. Hún var pyntuð alla nóttina, en hún sagði ekkert. Þá sóttu böðlarnir litlu dóttur hennar 102

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.