Réttur


Réttur - 01.04.1975, Side 28

Réttur - 01.04.1975, Side 28
manna í S.-Afríku, sem börðust fyrir ákveðn- um lágmarkslaunum, verkfall, sem hrundið var með hörku og grimmd, svo að menn voru limlestir hundruðum saman og a.m.k. átta námumenn skotnir til bana, var Bram ásamt öðrum miðstjórnarmönnum Kommún- istaflokksins dæmdur fyrir að æsa til verk- fallsins í fimmtíu sterlingspunda sekt. Eftir 1950, er flokkurinn hafði verið bannaður með lögum voru Bram og Molly kona hans (en kona Smuts hershöfðingja og hún voru tvímenningar að frændsemi) undirorpin ákvæðum þeirra laga og bannað með öllu að skipta sér af stjórnmálum og sækja stjórn- málafundi. Hvítir og svartir S.-Afríkumenn í hundr- aða tali, sem störfuðu með Bram, gátu borið um það, að honum var eiginleg auðmýkt og geðprýði sannarlegs mikilmennis. Jafnan mátti ganga að vísu liðsinni þessa önnum kafna málflutningsmanns, og menn leituðu óhikað til hans í stjórnmálakröggum og per- sónulegum vanda. Og Bram og Molly sýndu hollusm sína við hugsjón kynþáttajafnréttis í verki eigi síður en orði, enda var hún meg- inþáttur í stjórnmálaskoðunum þeirra. Þau ættleiddu afríska stúlku og ólu upp sem þau ætm sjálf. Með því gengu þau í berhögg við góða siði í S.-Afríku. Þess konar ættleiðing er nú brot á kynþáttalögunum, sem stjórn þjóð- ernissinna setti. Molly kenndi mörg ár end- urgjaldslaust við Indverska gagnfræðaskólann í Jóhannesarborg, sem stofnaður var 1945 af Indverjum í Transvaal. En um þær mundir lokaði Verwoerd-stjórnin skólum Indverja í miðborginni og kom öðrum upp í Lenasíu, 22 mílur utan borgar, því að það átti að neyða indverska menn um gjörvallt landið til að búa í einangruðum fátækrahverfum langt frá miðborgum. Þessi skóli var þá stofnaður í mótmælaskyni og rekinn í 10 ár, uns of- sóknir höfðu sorfið svo að starfsliði og nem- 108 öndum skólans, að ekki varð lengur við risið. Það var í landráðaréttarhöldunum, sem stóðu í AVz ár, að Bram varð kunnur út yfir landamæri S.-Afríku fyrir málflutning í stjórnmálaátökunum. Með þeim samverka- mönnum, er að vörninni stóðu og I. Maisels stýrði, vann Bram sleitulaust að því að hrinda lögsókninni. Hinir ákærðu, 156 að tölu, gæm hver og einn borið vitni um aðgæslu hans og nákvæmni í smáatriðum og þolin- mæði hans við að ræða vitnisburði í þaula. Og alltaf mátti ganga að honum í einkaskrif- stofu sinni um fimmleytið á morgnana. Sýknudómur sá, er loks var upp kveðinn í málinu, var mikill sigur og markaði áfanga á braut frelsishreyfingarinnar, en að þeim sigri átti Bram ósmáan hlut. Rivonia-réttarhöldin hófust tveimur og hálfu ári síðar, en þar voru Nelson Mandela, Walter Sisulu og aðrir leiðtogar afríska þjóð- þingsflokksins (A.N.C.) ásamt bandamönn- um sínum af evrópskum og indverskum ætt- um, ákærðir fyrir skemmdarverk, og vofði yfir þeim dauðadómur. I þessu máli stýrði Bram vörninni og lagði fram alla krafta sína, ekki aðeins við málflutning fyrir réttinum, heldur einnig sem drenglyndur félagi og starfsbróðir. Það er síst ofmælt, að sú hríf- andi málsvörn, sem Bram Fischer stýrði, hafi komið í veg fyrir að hinir sakfelldu hlytu dauðadóm. Nærri jafnsnemma og dómurinn var felld- ur lét Molly lífið í bifreiðaslysi. Viku eftir hið þunga áfall heimsótti Bram hina dæmdu fanga á Robben-eyju til að ræða við þá um áfrýjun málsins. Hann skýrði þeim ekki frá dauða konu sinnar, því að hann vildi ekki hryggja þá. Fáeinum dögum síðar var hann handtekinn. Þrjá daga var hann læsmr inni í einangrunarklefa, en síðan laus látinn. En 23. sept. 1964 var hann aftur handtekinn og ákærður ásamt tólf öðrum hvítum mönn-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.