Réttur


Réttur - 01.04.1975, Page 31

Réttur - 01.04.1975, Page 31
Fiskimenn að störfum á Tanganikuvatni. Það er einmitt á sviði fiskveiða sem íslendingar geta aðstoðað þróunarlöndin. Heimsvalda- stefnan og þróunin í þriðja heiminum Bilið milli ríkra þjóða og snauðra breikkar frá ári til árs. Þrátt fyrir alla þróunaraðstoð og erlenda fjárfestingu í þriðja heiminum eykst neyð alþýðunnar stöðugt. Reynt er að skýra þetta neyðarástand á þann hátt að telja fólki trú um að náttúruhamfarir og fólksfjölgun eigi fyrst og fremst sökina á þessu. Því beri okkur að veita þessum þriðja heimi sem mesta þróunaraðstoð og þjóðum hans nægan tíma til að aðlaga sig að nútíma samfélagsháttum, þá komi allt til með að blessast i þróunarlöndunum. Að sjálfsögðu hafa þurrkarnir í Vestur- Afríku og flóðin í Bangladesh áhrif og valda hungursneyð hjá miljónum manna sem fyrir þessum náttúruhamförum verða. En náttúru- hamfarir eða offjölgun er ekki aðalorsök þess að alþýða þriðja heimsins býr við skort og neyð. Það eru hin efnahagslegu og pólitísku valdahlutföll í þessum ríkjum, og milli þeirra 111

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.