Réttur


Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 33

Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 33
laut að hráefnaframleiðslu fyrir iðnríkin, en á öðrum sviðum ríkti stöðnun eða afturför. Hagkerfi hinna arðrændu ríkja voru einhliða mótuð af hráefnaframleiðslunni. Þau voru háð erlendri fjárfestingu en innlend fjár- magnsmyndun var lítil sem engin Með hliðsjón af þessu hefur því verið haldið fram að ekki væri mögulegt að skapa iðn- og tæknivæðingu í þriðja heimiftum, nema að því er lýtur að námugreftri og plantekrubúskap. Kerfi heimsvaldastefnunn- ar kom hins vegar í veg fyrir þróun iðnaðar á afskekktari svæðum. Iðnvæðing á slíkum stöðum braut í bága við hina alþjóðlegu verkaskiptingu milli framleiðanda hráefna annarsvegar og iðnaðarvara hins vegar. Slík iðnvæðing miðuð við þjóðarhag í einstöku þróunarlandi ógnaði sjálfu kerfi arðræningj- anna. En stjórnlist þjóðfrelsisafla hefur tekið mið af þessu og því hafa slík öfl lagt áherslu á eftirfarandi: 1. þjóðnýtingu og eignatöku ríkisins á erlendu fjármagni. 2. iðnvæðing um fram allt. 3. áætlunarbúskap. En vegna þess hvað íhlutun fjölþjóðahringanna er sterk og yfirráð þeirra á heimsmarkaðnum mikil, þá hefur þessi stefna ekki náð tilætluðum á- rangri, meira þarf til. Hröð iðnaðaruppbygg- ing hefur haft í för með sér þörf á innflutn- ingi á framleiðslutækjum og tækniþekkingu. Þetta ásamt skorti á fjármagni til að fjárfesta hefur leitt til þess að þjóðirnar hafa orðið á nýjan leik háðar þeim öflum sem þær ætluðu að losna undan. Jafnframt því hefur hröð iðnaðaruppbygging leitt til óæskilegra mót- setninga gagnvart sveitaalþýðu sem er meiri- hluti íbúa í hverju þróunarlandi. Miðpunkt- urinn í vandamálum þriðja heimsins er því: Þróun fyrir hverja? Iðnvæðing án sósíalískra markmiða hefur leitt til þess að auka stétta- mun og lífskjarabilið milli íbúanna í þróun- arlöndunum innbyrðis. Þetta hefur jafnvel leitt til þess að auka neyðina og dregið úr tekjum mikils fjölda fólks sem bjó fyrir við mikla neyð. Kapítalísk þróun í þróunarlandi leiðir aðeins til bættra kjara fyrir lítinn hluta íbúanna og lífskjarabilið innan lands breikk- ar. ER AÐ KOMA UPP NÝ VERKASKIPT- ING Á ALÞJÓÐAVETTVANGI? Þegar litið er á hina hefðbundnu verka- skiptingu sem nýja nýlendustefnan hefur komið á milli hráefnaframleiðenda og iðn- ríkjanna, þá er hægt að eygja það, að ný verkaskipting er að sjá dagsins ljós, — nýtt heimsvaldasinnað arðránskerfi. Fjölþjóða- hringarnir eru byrjaðir að fjárfesta í þróun- arlöndunum, fyrirtækjum er komið á fót bæði í þungaiðnaði og léttaiðnaði. Þeir eru að ná tökum á þeim iðnaði er skýtur helst rótum í þróunarlöndunum og auðgast á efna- hagsþróun í þriðja heiminum. Tökum eitt dæmi: Brasilía er að verða að nokkru leyti iðnríki. Auk léttaiðnaðar eða neysluiðnaðar sem ætlað er að anna eftirspurn hinnar fá- mennu yfir- og millistéttar Brasilíu, þá er nú komin upp stóriðjuver, efnaiðnaður og vax- andi bílaiðnaður. I samvinnu við auðfélög í Bandaríkjunum, Japan, Þýskaland og fleiri evrópuríkjum er Brasilía orðin útflytjandi á iðnaðarvörum. Sama gildir um Suður- Afríku. Sama munstrið, útþenslan í atvinnu- lífinu tekur mið af útflutningi á sama tíma og megninu af íbúum landsins er haldið á örbirgðarstigi og fær ekki að taka þátt í þró- uninni, nema sem arðrænt vinnuafl í vaxandi mæli. Suður-Kórea og Formósa hafá einnig auk- ið til muna iðnaðarframleiðslu sína, einkum á sviði samsetningariðnaðar og útflutning- urinn vex. Þarna er um að ræða, að auðfé- 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.