Réttur


Réttur - 01.04.1975, Side 40

Réttur - 01.04.1975, Side 40
fullum þunga 1930—31 og greinilegt að verða að fasismi — og síðan stríð — var leið auðmanna- stéttarinnar út úr henni, þá var það lífsnauðsyn að sósíalistísk verkalýðshreyfing Evrópu mótaði tvenns konar stefnu til sóknar og varnar: sýndi annars vegar alþýðu manna möguleikann á sjálf- stæðri sósíalistískri leið út úr kreppunni, en skap- aði hins vegar samtímis hina víðfeðmu samfylk- ingu til varnar hinu borgaralega lýðræði gegn fas- ismanum. Frá sósíaldemókrataflokkum Evrópu var slíkrar forustu vart að vænta, til þess voru hægri öflin yfirleitt of sterk í þeim, trúin á sósí- alistísk úrræði veik, en hatrið á kommúnistum víðast hvar því meira.1) Viturlegra viðbragða var því fyrst og fremst að vænta frá kommúnista- flokkunum og alþjóðasambandi þeirra („Komin- tern“), og þá sérstaklega frá sterkasta flokknum utan Sovétríkjanna, þýska kommúnistaflokknum (KPD). Verkalýðshreyfing Evrópu hafði ekki kippst svo mjög við, þótt fasistar kæmu á hvítum ógnar- stjórnum í löndum eins og Finnlandi, Ungverja- landi, Búlgaríu og Ítalíu. En þegar fasismi vofði yfir Þýskalandi var öðru máli að gegna: Land Marx og Engels var eins konar upprunaland sósí- alismans, verkalýðshreyfing þess var fram til 1913 forustuhreyfing í Evrópu og ennþá — 1931 — sú sterkasta, þótt klofin væri. Þar að auki var land- ið eitt mesta stóriðjuland Evrópu og stríðshætta af hugsanlegum fasistískum herrum þess geigvæn- leg. Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. En þegar við, sem upplifðum valdatöku fasismans og hrun þýskrar verkalýðshreyfingar, áttuðum okkur á hvað gerst hafði, þá var það bjartsýni 19. ald- arinnar; trúin á óhjákvæmileika framþróunar, sem var brostin. Við sáum að sá möguleiki var til að allt yrði lagt í rústir, framfaraöfl mannfé- lagsins eyðilögð með líkamlegri útrýmingu for- ustuafla þejrra, jáfnvel mannfélagsskipaninni kippt aftur á bak um aldir. Spurningin, sem krafðist þá — og krefst enn — svars, er hvernig stóð á að kommúnistaflokkarnir megnuðu ekki að móta í tíma rétta stefnu gegn fasismanum og hvað var um Komintern, uns það alþjóðasamband loks 1935 á 7. heimsþinginu mót- aði þá sögulegu stefnu samfylkingarinnar. Við skulum íhuga þessi atriði gaumgæfilega. I. Hvað var Komintern? Það hefur margt og mikið verið ritað um Al- þjóðasamband kommúnista (ég mun nota hér styttinguna „Komintern") og ekki allt fagurt, einkum reynt að læða inn þeirri hugmynd að það hafi ekkert verið annað en handbendi sovétstjórn- arinnar. Það er því nauðsynlegt, ekki síst fyrir róttæka sósíalista, að gera sér fulla grein fyrir hvað Komintern í rauninni var. Þegar 7. heimsþingið hófst í Moskvu 25. júlí 1935 voru í sambandinu 76 kommúnistaflokkar og samtök, er samúð höfðu með kommúnismanum (hin síðarnefndu voru 19). í þessum flokkum voru alls 3.140.000 manns, þar af í auðvalds- löndunum 785.00 (1939 var þessi tala orðin 1.750.000). Aðeins 22 af þessum flokkum, þar af 11 í Evrópu, gáfu starfað lögum samkvæmt, en allir hinna urðu að starfa í banni laganna, flestir undirorpnir grimmustu ógnarstjórnum. Komintern: það var fyrst og fremst þetta bar- áttulið, þetta mannval í flestöllum löndum heims, hert í eldi ofsókna, þrautreynt í útbreiðslu hug- sjónarinnar og skipulagningu stétta- og frelsis- baráttunnar. Tugþúsundir þessara kommúnista um víða veröld sitja í fangelsum og láta lífið fyrir hugsjón sína og flokk sinn. Þúsundir þessara kommúnista eru pyntaðir í dýflissum auðvaldsins um víða veröld, til þess að reyna að fá upp nöfn félaga og leyndardóma flokksins, — þúsundir sem deyja „fyrir vin sem þeir ekki þekkja“. — svo notuð séu orð Nordahl Griegs.2) Þvert yfir öll landamæri nær alþjóðahyggja og samhjálp þessara kommúnista: Olga Benaris, 27 ára gömul, þýsk kona, tekur 1935 að sér að hjálpa Prestes, foringja kommúnista í Brasilíu, í leynistarfinu þar, -— og þegar þau síðar eru tekin föst, er hún framseld nasistum og myrt í fangabúðum þeirra 1942. Franskur kommúnisti hrópar, er af- tökusveit nasista framkvæmir dauðadóminn á honum: „Lifi kommúnistaflokkur Þýskalands.“ — Frásagnir af þessum hetjum hversdagslífsins myndu fylla margar bækur. Hámarki sínu ná fórnir þessara kojnmúnista, þegar baráttan gegn 120

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.