Réttur


Réttur - 01.04.1975, Page 42

Réttur - 01.04.1975, Page 42
Togliatti Mao Tito einhverjir þekktustu og viðurkenndustu þjóðar- lciðtogar heims svo sem Mao Tsc Tung og Chou En Lai, hinir ágætu foringjar kinverska flokksins, svo og Louiz Carlos Prestes, leiðtogi Kommún- istaflokks Brasilíu. Mao Tse Tung, Chu Tc og Chou En Lai voru um þær mundir er heimsþingið stóð, að ljúka við „herferðina löngu“, (okt. 1934 — okt. 1935), eitt einstæðasta afrek veraldarsögunnar. „För Hanni- bals yfir Alpana cr sem skemmtiferð um helgi í samanburði við það,“ segir Edgar Allan Snow í „Rauð stjarna yfir Kína“. Hve stórkostleg sú stjómlist var, er þá var sýnd, kemur best í ljós, þegar íhugað er að það var um flótta að ræða undan ofurefli Tsjang Kai Sheks, en var snúið upp i úrslitasigur framtíðarinnar með því að halda til norðvesturhéraða Kína og gera þau að bækistöð í baráttunni við innrás japanska imperí- alismans. Prestes var frægur af forustunni í annarri för. Eftir ósigur í uppreisn alþýðu 1924 leiddi hann uppreisnarherinn 25 þúsund kílómetra leið gegn- um frumskóga Brasilíu. Þrjú ár tók ferðin, en hún tókst. Prestes sat árum saman í dýflissum fasista í Brasilíu milli þess sem hann stjórnaði frelsisbarátlunni, — og var og er næstum goð- sagnarhetja í hugum alþýðu rómönsku Ameríku. Þannig mætti lengi halda áfram að telja upp foringja þá, er kommúnistaflokkar hinna ýmsu landa höfðu á að skipa, — en það yrði of Iangt upp að telja. Aðeins skal minnst á foringja franska kommúnistaflokksins Maurice Thorez, Jaqucs Duclos og Marccl Cachin, sem allir voru þarna á þinginu og allir kosnir í miðstjórn Kom- intern. Franski flokkurinn hafði þá einmitt í febrúar 1934 rutt brautina til samfylkingar með sósíaldemókrötum og tekið upp vörn hins borg- aralega lýðræðis gegn fasismanum, •—- þá braut, sem þing þetta og hreyfingin öll hóf að ganga. Ég minnist þess enn, er ég var með þessum frönsku félögum einn dag á skemmtibát á Moskvufljóti og þcir sungu af fullum hálsi Marseillaisinn, sem fram að þeim tíma hafði í þeirra augum verið söngur franska imperíalism- ans og þjóðernishrokans. En nú, er hættan af ógnarstjórn fasismans vofði yfir, fann hinn fagri byltingaróður hins gamla tíma loks náð fyrir augum byltingarmanna hins nýja tíma/1) En svo farið sé út fyrir hópinn, sem þá þegar hafði forustu á hendi, þá voru þarna einnig um þetta leyti menn, sem áttu eftir síðar að vekja aðdáun heims sakir mannkosta sinna, svo sem Tito og Abram Fisclicr. Það er sjaldgæft jafnt fyrir þjóðmálahreyfingar sem þjóðir að eignast mikla foringja, — og enn fágætara að þeim miklu mönnum takist að „halda 122

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.