Réttur


Réttur - 01.04.1975, Síða 44

Réttur - 01.04.1975, Síða 44
bland af ofsaróttækni, rétttrúnaði og ofstæki — og tekur oftast á sig mikinn „vinstri“ svip á yfir- borðinu og óskapast þá mjög gegn því, sem það kallar „endurskoðunarstefnu“ („revisionismus"). Hins vegar ber að muna að einmitt vinstri hreyf- ingin — kommúnisminn — í alþjóðahreyfingu sósíalismans er til orðinn í baráttu við sjálfa tækifærisstefnuna, sósíaldemókratismann, þ.e. upp- gjöfina fyrir burgeisastéttinni og þjónustustarf- semina við ríkisvaldið, — og er því eðlilega alltaf betur á verði gegn slíkri „hægri“ stefnu en hinni „vinstri“. Góður sósíalisti hatar ranglæti og kúgun auð- valdsþjóðfélagsins og fyrirlítur svikin við mál- staðinn. En ef hann ætlar sem góður marxisti að lciða frelsisbaráttu verkalýðsins til sigurs, þá verður hann cinnig að geta hugsað skýrt og á- kveðið með hliðsjón af öllum aðstæðum baráttu- aðferðina í hvert sinn, meðal annars getað hik- laust ákveðið að verja borgaralegt lýðræðisform hins rangláta auðvaldsskipulags gegn fasismanum og í því skyni unnið með svikulum sósíaldemó- kratískum foringjum (og öðrum) (svo ekki sé talað um heiðarlegan sósíaldemókratískan verka- lýð, sem trúir þeim enn og treystir), ef þeir fást til baráttu gegn fasismanum. Lenín og Bolsévikkaflokkurinn beittu bardaga- aðferð, sem var til fyrirmyndar í þessum efnum, er þeir í september 1917 snúast gegn Kornilov hershöfðingjanum, er ætlaði þá að steypa Ker- enskí-stjórninni, — og bjarga þar með þessari andstæðingastjórn sinni frá falli fyrir einræðis- sinnuðum herforingjum, — en steypa henni svo sjálfir í verkalýðsbyltingunni 7. nóvember. AFSTAÐAN 1932 En einmitt undir svipuðum kringumstæðum brást forustu Kommúnistaflokks Þýskalands (KPD) — og raunar forustu Komintern ■— boga- listin 1932, þegar hættan á valdatöku nasista var orðin yfirgnæfandi í Þýskalandi. Á 12. fram- kvæmdanefndarfundi Komintcrn í ágúst—septem- ber 1932, er enn haldið fast við kenninguna um sósíaldemókratíið sem „höfuðstoð auðvaldsins". Margir góðir félagar segja þá enn með Walter Ulbricht að „beina verði höfuðbaráttunni gegn flokki sósíaldemókrata”. Ef til vill eru eftirfarandi orð Thalmanns, — þessa mikla baráttumanns, sem aldrei lét bilbug á sér finna í ellefu ára dýflissuvist, og að lokum lét lífið fyrir málstaðinn, — táknræn fyrir þær heitu tilfinningar hins trygga, fórnfúsa flokks hans: „Með þeim Severing, Zörgiebel og Hilfer- ding er aldrei hægt að mynda samfylkingu. Milli okkar og foringja SPD liggja eins og götuvígi lík þeirra 33 verkamanna, er skotnir voru þann blóðuga 1. maí-dag í Berlín 1929.“°) Hér talaði bardagahetja af réttlátri reiði, — en það vantaði leiðsögn hins vísa foringja, sem að vísu þurfti bæði að kunna að hata og fyrirlíta, en jafnframt að hugsa skýrt. Og þegar KPD loks breytti þess- ari afstöðu var það um seinan. Það er rétt, — svo sögulegum sannleika séu gerð skil, — að minna á að Trotskí, sem vissu- lega hafði nægar „vinstri villur" á samviskunni, skrifar um likt leyti í útlegð sinni á eyjum Tyrkjahafs (í Prinkipo, 14. sept. 1932): „í fyrra ritaði ég að í baráttunni gegn fasism- anum væru kommúnistar skyldugir til að komast að raunhæfu samkomulagi ekki aðeins við kölska og ömmu hans, heldur jafnvel við Grzesinsky.“ (Grzesinsky var innanríkisráðherra Prússlands 1926—30 og bar ásamt Zörgiebel, lögreglustjóra Berlínar 1929, höfuðábyrgð á morðum þrjátíu og þriggja verkamanna, er fóru í kröfugöngu 1. maí 1929, þó bönnuð væri.)7) Verkalýðsflokkar Þýskalands voru 1932 nógu sterkir til að hindra sigur nasismans, ef þeir hefðu staðið saman. Forystur beggja bera sögu- lega sök. Hitt er svo annað mál, að þótt forusta KPD hefði tekið þá réttu stefnu strax 1932 að reyna samfylkingu við foringja sósíaldemókrata, þrátt fyrir blóðugar hendur þeirra, þá hefðu hinir síðarnefndu því miður að likindum hafnað allri slíkri samvinnu, uppgjöf þeirra fyrir auðvaldinu, einnig í fasistaham þess var svo alger, og hatur á kommúnistum var svo rótgróið að það hefði líklega blindað þá á örlagastund. (Það þarf ekki annað en líta á núverandi forystu Alþýðuflokks- ins íslenska til þess að sjá hvernig slík afstaða, jafnvel 40 árum síðar, blindar enn.) — En hefði forysta KPD beitt réttri bardagaaðferð, þá var sökin krataforingjanna einna. Og af því réttrar forustu var einvörðungu að vænta af mönnum í vinstra armi sósíalistanna, kommúnistum, þá er lífsnauðsyn að kryfja til mergjar aðdraganda og undirrót þess að þeir tóku þarna ranga afstöðu. 124

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.