Réttur


Réttur - 01.04.1975, Qupperneq 45

Réttur - 01.04.1975, Qupperneq 45
UNDIRRÓT OG AÐVARANIR Á 6. heimsþingi Komintern var tekin sú stefna, er gaf ofstækinu byr undir báða vængi. Réttilega var sýnt fram á að í auðvaldsheiminum væri ný stórkreppa framundan. Ranglega voru dregnar af því þær ályktanir að af því áhrif sósíaldemókrata á meirihluta verkalýðsins og undirgefni þeirra undir auðvaldið væri höfuðhindrun í vegi þess að kollvarpa auðvaldsskipulaginu í krcppu þess, þá yrði að einbeita baráttunni gegn sósíaldemó- krataflokknum, til að losa verkalýðinn undan áhrifum þeirra. Hættan á að auðvaldið kæmi á fasisma og síðan stríði, til þess fyrst að velta byrðum kreppunnar yfir á alþýðu og síðan losa sig úr kreppunni með stríði, var vanmetin. Tekin var upp sú stefna „vinstri" róttækni, sem síðan einkenndi alþjóðasambandið til 1934. Samfara þessari stefnubreytingu í átt til „vinstra ofstækis“ var tekið að beita flokksaga mjög harðvítuglega gegn þeim, er ekki þóttu að- hyllast hina nýju bardagaaðferð nógu rækilega — og gerðust nú brottrekstrar úr flokkunum all tíð- ir. (Minnir það nokkuð á það „hægra ofstæki" er landlægt hefur verið í íslenska Alþýðuflokkn- um, sbr. brottrekstur Héðins og alls Jafnaðar- mannafélags Reykjavíkur 1938 og Hannibals og félaga síðar.) Það var varað við þessari „vinstri róttækni“ á heimsþinginu og minnt á fyrri aðvaranir. Sá forvitri Bucharin, er var formaður Komin- tern, er þingið hófst, varaði menn við á sinn milda máta. Hann kvaðst ekki vera neinn fylgj- andi „hróps um hægri hættu og vinstri dyggðir", en varaði um leið við að „það væri ekki hægt með hrópunum einum að ná sósíaldemókratísk- um verkamönnum undir áhrif kommúnista“. En síðar bætti hann við tímabærri aðvörun viðvíkj- andi yfirvofandi brottrekstri og vitnaði í bréf, er Lenín hefði skrifað honum og Sinovjéf. Þar stóð: „Ef þið rekið úr flokknum alla vitra menn, sem oft eru erfiðir viðureignar, og haldið bara eftir hlýðnum heimskingjum, þá eyðileggið þið áreiðanlega flokkinn.“8) Lenín hafði sjálfur gefið fordæmið um hvernig vinna mátti árum saman í mestu erfiðleikunum einmitt með slíkum mönnum (eins og t. d. Trot- skí, Bucharín, Stalín o. fl.). Þeir, sem háværast kenna sig við lenínisma, — víst af því þeim finnst marxisminn einn ekki nóg, — hafa lítt skeytt þessu fordæmi Leníns og aðvörunum og því er nú ástandið í heimshreyfingu kommún- ismans lakara en vera þyrfti svo voldug sem hún er orðin. Lenín hafði svo rækilega sem hann gat varað við ofstækinu og ofsatrúnni allri í bók sinni „Vinstri róttækni, barnasjúkdómar kommúnism- ans“ 1920 og undirstrikað m. a. að „stjórnmál væru visindi og list, sem ekki fellur af himnum ofan né fæst ókeypis“ — og sjálfur er hann stór- fenglegasta fordæmið um forystu í sósíalistískri hreyfingu.0) En eftir 1928 var svo komið að það sem var „barnasjúkdómur“ 1920 var orðinn „rótgróinn löstur". svo notuð séu orð Dimitroffs á heims- þinginu 1935 (og þótt þessi löstur yrði að víkja um hríð, þá átti hann eftir að stinga upp kollin- um og umhverfast í glæpi: Málaferlin og aftök- urnar í Sovétríkjunum 1936—38, baráttan við „títóismann“ og málaferlin 1951, innrásin í Tékkóslóvakíu 1968 og kínversk-rússneska deil- an er grein af sama meiði). Aðvörununum var ekki sinnt. Þýskaland féll í hendur fasismans. Það, sem þýskir vcrkamenn og sósíalistar af báðurn flokk- um höfðu ekki borið gæfu til að læra frjálsir, lærðu þeir nú í fangabúðum fasista: samhjálpina, samstarfið. En fasisminn fékk í hendur fullkomn- asta iðnaðarveldi Evrópu, forsenduna fyrir því að geta háð heimsstríð til heimsyfirráða. IV. Sigur samfylkingar- stefnunnar og reikningsskil Fyrst eftir valdatöku Hitlers í janúar 1933 gerðu ýmsir kommúnistar sér vonir um að stjórn nasista yrði skammlíf og völt, en brátt var auð- séð að eigi aðeins þýsku stóriðjuhöldarnir studdu hana, heldur og að enska og franska auðvaldið hugði gott lil glóðarinnar að siga nasistum á So- vétríkin -— og létu því undan þeim í hvívetna. Fyrsta alvarlega eggjunin til alþýðu að samein- ast gegn fasismanum kemur úr sjálfum dýflissum 125
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.