Réttur


Réttur - 01.04.1975, Síða 48

Réttur - 01.04.1975, Síða 48
Lokasigur rauða hersins. Sovéthermenn setja rauða f'rtrnn ó rk'cb'nghús’ð í Eerlin. legra þjóðernissinna. Og 1941 lögðu þýskir nas- istar og japanskir hernaðarsinnar smiðshöggið á samfylkinguna gegn sér með árásunum á Sovét- ríkin og Bandaríkin. Bandalag hinna sameinuðu þjóða gegn andkommúnistabandalagi fasismans var myndað og lagði fasismann í Þýskalandi og Ítalíu að velli í maí 1945. Það var fyrst og fremst þrautseigja og hetjuskapur sovétþjóðanna og óskaplegar fórnir þeirra, er fluttu mannkyn- inu sigurinn. Það er rétt á þessu 30 ára afmæli stríðslokanna að rifja upp, þótt aðeins sé í þurrum tölum, hví- líkar fórnir í mannslífum heimsstyrjöldin kostaði: 55 miljónir manna létu lífið af hennar völdum — og í fyrsta skipti í langri styrjaldarsögu mann- kynsins gerist það að mannfórnirnar verða meiri hjá konum, börnum og körlum, sem óvopnuð eru, en hjá hermönnunum sjálfum: 28 miljónir móti 27. Mestu fórnirnar færðu Sovétþjóðirnar, sem bera sigurorðið af nasismanum. Það voru 20 miljónir karlmanna, kvenna og barna Sovétríkj- anna, sem létu lífið í stríði, fangabúðum eða voru kvalin til bana eða brennd í heimahúsum. Mesta fórn allra Sovétþjóða færði þjóð Hvíta- Rússlands: af rúmum 8 miljónum íbúa voru 2,2 miljónir drepnar eða meira en fjórða hvert mannsbam. Heil þorp voru jöfnuð við jörðu, sums staðar var íbúunum smalað saman í einu húsi og allir brenndir lifandi, svo sem í Katyn nærri Minsk, þar sem nú hafa verið reist minnis- merki til þess að minna þá lifandi á ógnir fas- ismans. En alls eyðilögðu nasistar í Sovétríkjun- um 1700 borgir og verkamannabæi, yfir 70.000 sveitaþorp, 32.000 iðnaðarbyggingar og brenndu 98 þúsund samyrkjubú og 1876 ríkisbú. — Slíkar fórnir urðu Sovétþjóðirnar að færa samtímis því scm þær lögðu fram alla framleiðslugetu sína til að sigrast á nasistaherjunum, því þótt hjálp bandamanna þeirra væri góð, þá ber þess að geta að það sem Sovétríkin fengu frá Bandaríkjunum og Bretlandi hvað vopnasendingar snerti, nam samt ekki nema 12% þess er Sovétríkin sjálf framleiddu þcgar um flugvélar er að ræða (18753 flugvélar), 10% þegar um skriðdreka og skyld vopn er að ræða (11567) og 2% þegar um stór- skotabyssur (9600) er að ræða. Pólverjar misstu meir en 6 miljónir manna í þcssari morðherferð nasismans — eða fimmta hvern íbúa Iandsins — og eyðingin var eftir því eins og Varsjáborg var ægilegasta dæmið um. Júgóslavar misstu í frelsisbaráttu sinni við fas- istana 1.700.000 manns eða níundu hvcm ibúa landsins — eða meira en Frakkar (600 þús.), Bandarikin (400 þús.) og Bretar (325 þús.) til samans. Þannig mætti lengi telja, en vert er að minnast þess að Þjóðverjar misstu sex miljónir manna af völdum þessa stríðs, sem þýska auðmannastéttin og fasismi hennar leiddi yfir mannkynið. En dýrt varð það verkalýð heimsins og sovét- þjóðunum sérstaklega, að ekki tókst að mynda 128

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.