Réttur


Réttur - 01.04.1975, Síða 54

Réttur - 01.04.1975, Síða 54
Merkt skjal úr sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar: Stofnþing Verklýðssambands Norðurlands 1925 Um þessar mundir er hálf öld liðin síðan norðlenskur verkalýður stofnaði fjórðungs- samband, en það var 26. apríl 1925. Næstu árin var þetta samband helsta og virk- asta aflið í stéttabaráttunni á Norðurlandi og aðal vígi vinstri armsins í verkalýðs- hreyfingunni. Hér fer á eftir stofnfundargerð sambandsins i heild, en hún varpar eink- ar skýru Ijósi á viðhorfin innan verkalýðshreyfingarinnar á þriðja áratugnum og lýsir jafnframt stórhug þeirra er þarna voru að marka stefnuna og baráttuaðferðir. Síðar verður nánar vikið að baráttu og þróun V.S.N. hér í tímaritinu, en það er hugmynd- in að birta í næstu heftum ýmis skjöl úr sögu stéttabaráttunnar frá þessum tíma. óre. „Sunnudaginn 26. apríl 1925 komu saman á Akureyri heima hjá Erlingi Friðjónssyni, kaupfé- lagsstjóra, fulltrúar frá þessum félögum til að stofna Verklýðssamband Norðurlands. Jafnaðarmannafélagið á Akureyri: Jón Kristjánsson, Vigfús Friðriksson. Verkamannafélag Akureyrar: Einar Olgeirsson, Erlingur Friðjónsson, Halldór Friðjónsson, Ingólfur Jónsson. Svohljóðandi dagskrá hafði verið útbúin af nefnd, er fulltrúaráð verklýðsfélaganna á Akureyri hafði sett og skipað höfðu þeir Erlingur Friðjónsson, Ingólfur Jónsson og Einar Olgeirsson: I. Setning og stofnun. 1. Fundurinn settur. Verkamannafélag Siglufjarðar: 2. Umræður um stofnunina. Gunnlaugur Sigurðsson, Kjartan Jónsson, Pétur Björnsson. II. Umræður um mál. 4. Kosning stjórnar og endurskoðenda. 3. Lög sambandsins. Verkakvennafélagið „Einingin" Akureyri: Arnfriður Stefánsdóttir, Steinunn Jóhannsdóttir. 1. Aðflutningur verkafólks til Eyjafjarðar og Siglufjarðar yfir sumartímann. Framsögumaður: Halldór Friðjónsson. 134

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.