Réttur


Réttur - 01.04.1975, Qupperneq 56

Réttur - 01.04.1975, Qupperneq 56
stefnuskrá Alþýðusambandsins, meðan ekki er öðruvisi ákveðið." Samþykkt með öllum atkvæðum. 11. gr. „Hvert sambandsþing hefir rétt til að kjósa á sambandsþing fulltrúa úr félaginu. Skal miðað við tölu félaga 1. janúar næst á undan. Einn skal kosinn fyrir félagið, einn fyrir hvert hundrað og einn fyrir hvert brot úr hundraði. Kjósa skal jafnmarga til vara. Þó má fela einum fulltrúa að fara með umboð allt að þriggja fulltrúa frá sama félagi, ef fjárhagsörðugleikar eða sérstakar ástæð- ur hindra að hægt sé að senda fulla tölu.“ Sam- þykkt með öllum atkvæðum. 12. gr. „Sambandsþing skal haldið á Akureyri annað hvort ár. Skal þar kosin stjórn, varastjórn og endurskoðendur, hvorttveggja til tveggja ára. Þó getur aukaþing breytt um stjórn. Á sambands- þingi skal leggja fram endurskoðaða reikninga sambandsins." Samþykkt með öllum atkvæðum. 13. gr. „Sambandsþing skal að jafnaði boða með mánaðarfyrirvara; þó má boða aukaþing með styttri fyrirvara. Lögmætt er réttilega boðað þing. Skylt er þó að taka svo tillit til ferða, að mögu- legt sé fyrir öll sambandsfélög að senda fulltrúa." Samþykkt með öllum atkvæðum. 14. gr. „Sambandsstjórn skipa 5 menn: Forseti, ritari, gjaldkeri og 2 meðstjórnendur. Skulu minnst 3 þeirra eiga heima á Akureyri. 3 skulu og kosnir til vara, skulu þeir vera: Varaforseti, vararitari og varagjaldkeri og taka þeir eftir röð sæti í forföllum meðstjórnenda." Samþykkt með öllum atkvæðum. 15. gr. „Gerðir stjórnarinnar í þeim málum, er mjög mikils varða öll félögin, svo sem verkföll og einangrun (boykott) þurfa samþykkis 4/5 stjórnar- meðlima til að öðlast gildi." Samþykkt með öllum atkvæðum. Þá kom fram tillaga frá I.J. að bæta hér inn i svohljóðandi grein, er yrði þá 16. gr. „Fundargerðir sambandsþinga og sam- bandsstjórnar skulu færðar í sömu bók." Var hún samþykkt með öllum atkvæðum. 17. gr. „Aukaþing má kalla saman ef stjórninni þykir þörf eða ef helmingur sambandsfélaga krefst þess. Jafngildir það að öllu leyti venjulegu þíngi." Samþykkt með öllum atkvæðum. 18. gr. „Tillögur um breytingar á lögum þessum skulu vera komnar til sambandsstjórnar minnst viku fyrir sambandsþing. Tillögurétt hafa sambands- félög og fulltrúar. 2/3 atkvæða þarf til lagabrey- tinga." Var þessi grein líka samþykkt með öllum atkvæðum. Var þá umræðum um lögin lokið og voru þau síðan borin upp sem heild og samþykkt óbreytt með öllum atkvæðum. Var svo tekið næsta mál dagskrár: Kosning stjórnar Forseti var kjörinn Erlingur Friðjónsson, ritari Einar Olgeirsson, gjaldkeri Ingólfur Jónsson, með- stjórnandi Kjartan Jónsson og Pétur Björnsson. Voru þeir allir samþykktir í einu hljóði. Varafor- seti var kosinn HaJldór Friðjónsson, vararitari Jón Kristjánsson, varagjaldkeri Steinunn Jóhannsdóttir. Endurskoðendur voru kosnír: Gunnlaugur Sig- urðsson og Vigfús Friðriksson. Varaendurskoð- andi: Hallgrímur Jónsson. Voru allir þessir sam- þykktir með öllum atkvæðum. Gjaldkeri bað nú um upplýsingar um skatt- greiðslu og skýrðu þeir Halldór Friðjónsson og Gunnlaugur Sigurðsson frá þvi að enn hefði ei verið greiddur skattur til Alþýðusambandsins, svo hægt væri að innheimta skatt fyrir árið 1925. Tillaga kom frá Einari Olgeirssyni um að kjósa nefndir til að útbúa áskorun og fjárhagsáætlun. Breytingartillaga kom frá Halldóri Friðjónssyni að fela aðalstjórninni hið fyrra. Var þetta síðan sam- þykkt með öllum atkvæðum. Voru þeir Gunnlaugur Sigurðsson, Halldór Friðjónsson og Jón Kristjáns- son kosnir til að semja fjárhagsáætlun. Var nú klukkan orðin tólf og tími til matar, svo ákveðið var að fresta þingfundi til kl. 2. En nefndin samþykkti að koma saman kl. 1,15 til starfa. Var svo fundurinn setutr aftur kl. 2 og tekinn fyrir II. þáttur dagskrárinnar. 1. mál. „Aðflutningur verkalýðs til Eyjafjarðar og Siglufjarðar á sumrin“ Framsögumaður: Halldór Friðjónsson. Málshefj- andi sýndi fram á að aðflutningur hlyti að vera, því norðlenskur verkalýður væri of fámennur til að bjóðast til að taka að sér alla vinnu. Aðalatriðið væri því að verkalýðurinn hér og utan fjórðungs gæti komið sér saman um taxta til þess að að- flutningurinn yrði ekki til að spilla fyrir kaupinu. Oft hefði staðið á norðlensku sjómönnunum að ákveða taxta. Það væri eðlilegt að sunnlenskir sjómenn væru á sínum skipum, aðalgallinn væri sá að margir þeirra væru utanfélags, ekki í sjó- mannafélögunum syðra. Smásaman yrði að koma góðu sambandi á á milli félaganna til að hindra að 136
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.