Réttur


Réttur - 01.04.1975, Side 60

Réttur - 01.04.1975, Side 60
byggðist á starfsmati, sem framkvæmt hafði verið. Áður höfðu 15—20 verkalýðsfélög átt samningsaðild gagnvart verksmiðjunum og höfðu þau samið sitt í hverju lagi. Hér var því í senn um það að ræða að einfalda hlut- ina og samræma þá til hagsbóta fyrir verka- lýðshreyfinguna og um öryggisatriði og hag- kvæmnisatriði fyrir verksmiðjurnar að ræða. Af hálfu verksmiðjanna tók þátt í þessum samningum sérstök nefnd sem skipuð var í ráðherratíð Magnúsar Kjartanssonar, iðnað- arráðherra, sem beitti sér fyrir því að verk- smiðjurnar færu út úr atvinnurekendasam- tökunum og semdu sérstaklega við sitt starfs- fólk. Var það samhljóða álit samningamanna verkalýðsfélaganna þegar upp var staðið í verksmiðjudeilunni að samninganefnd ríkis- ins hefði staðið sig ákaflega vel við að vinna úr hinum flóknu samningum og starfsmatinu. Er verkfall hafði staðið í verksmiðjunum í þrjár vikur tókst að finna samræmingar- grundvöll milli verkalýðsfélagánna, en það segir sig sjálft að slíkt getur verið afar flókið og vandasamt. Þegar þessi samræmingar- grundvöllur var fundinn voru samningarnir loksins komnir í nokkuð eðlilegt form, og þá unnt að hefja samningaviðræður fyrir al- vöru. Töldu samningamenn ríkisins og verka- lýðsfélaganna að nú yrði unnið sleitulaust uns til samninga kæmi. Hófst fundur 28. maí kl. hálf fimm síðdegis og stóð alla nótt- ina. En upp úr klukkan átta um morguninn tilkynnti sáttasemjari öllum að óvörum að samningafundi væri lokið að sinni og nýr fundur yrði ekki boðaður. Um klukkan hálf- ellefu var hringt til Þjóðviljans og beðið um að sótt yrði fréttatilkynning í félagsmálaráðu- neytið. Fréttatilkynningin reyndist vera bráða- birgðalög um gerðardóm í verksmiðjudeil- unni og bann við verkföllum í verksmiðjun- um! Með tilliti til þess gangs sem verið hafði í samningunum um nóttina kom þessi til- kynning mönnum gersamlega á óvart. Það voru þrír ráðherrar heima á landinu þegar lagásetningin átti sér stað. Forustumaðurinn var Gunnar Thoroddsen félagsmálaráðherra sem vildi njóta þess að hann gegndi embætti forsætisráðherra um nokkra daga skeið. Hann beitti sér því fyrir setningu bráðabirgðalag- anna. Er þessi ótíðindi spurðust var kallaður saman skyndifundur miðstjórnar Alþýðusam- bands Islands. Fundinn sátu einnig þeir samn- ingamenn verkalýðsfélaganna, sem rætt höfðu verksmiðjudeiluna, svo og samninganefnd ASI. Fundurinn samþykkti með öllum at- kvæðum, en einni hjásetu (Pétur Sigurðsson, íhaldsþingmaður) eftirfarandi álykmn: „Sameiginlegur fundur miðstjórnar ASI, samninganefndar ASI og samninganefndar starfsfólks í ríkisverksmiðjunum heldinn 29- maí 1975, fordæmir það einstaka ofbeldi, sem ríkisstjórnin reynir að beita verkalýðs- hreyfinguna með útgáfu bráðabirðalaga nr. 17, 29. maí 1975, þar sem lögmætar verk- fallsaðgerðir eru bannaðar og ákveðið, að skipaður verði gerðardómur til að úrskurða kaup og kjör verksmiðjufólksins í Áburðar- verksmiðju ríkisins, Sementsverksmiðju ríkis- ins og Kísiliðjunni h.f. Fundurinn telur, að bráðabirgðalög þessi eigi ekki stoð í réttarvitund fólks í verkalýðs- hreyfingunni og sé svívirðileg árás gegn lög- legum baráttuaðferðum alþýðusamtakanna og beri því að mæta þeirri árás í samræmi við það." Síðdegis þennan dag voru haldnir fundir með starfsfólki verksmiðjanna. Þar var sam- þykkt einum rómi að virða bráðabirgðalögin að vettugi og mæta ekki til vinnu. Lauk þessum degi svo að ljóst var að einörð sam- staða verksmiðjufólksins og stuðningur verka- lýðssamtakanna braut lögin á bak aftur. Þennan dag gerðu framkvæmdastjórn og 140

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.