Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 4
á sér rætur og skýringar í því samfélagi
sem hún sprettur úr, mótast af því og
þeirri efnahagsgerð og valdastrúktúr sem
þar ríkir. Einmitt þess vegna er hún aldrei
eins, hún er síbreytileg, áherslurnar mis-
munandi, málefnin sem barist er fyrir eru
önnur í dag en í gær.
Ný kvennahreyfing?
Það er mikið talað um nýju kvenna-
hreyfinguna. Þá róttæku hreyfingu sem
varð til upp úr 1968. Það eru ekki margir
sem hafa velt fyrir sér fyrir alvöru hvers
vegna talað er um „nýja hreyfingu“. Var
til einhver gömul? Já — hún var svo sann-
arlega til. En konum hvers tíma finnst
þær vera að byrja á einhverju nýju þegar
þær, oft eftir lægð eða aðgerðarlítið
tímabil í sögu kvenna, hefja merki barátt-
unnar á nýjan hátt og þá með nýjum að-
ferðum, nýjum áherslum.
íslensk kvennahreyfing varð til um og
eftir síðustu aldamót. Þá horfðu nokkrar
konur í kringum sig og sáu að hvorki rétt-
ur þeirra eða staða í samfélaginu var til
jafns á við karla, þær voru annars flokks
þegnar, nutu ekki sömu réttinda og þeir.
Á þessum tíma var íslenska samfélagið
í mikilli gerjun. Öll samfélagsgerðin var
að breytast, bæði hvað varöar atvinnulíf,
stéttaskiptingu, stjórnsýslu og byggö.
Konur voru alls ekki eini hópurinn sem
ekki naut fullra þjóðfélagslegra réttinda
t.d. til menntunar, eöa haföi ekki kosn-
ingarétt eða kjörgengi. Og þær, eins og
aðrir hópar í samfélaginu stofnuöu sín
hagsmunasamtök og börðust fyrir sínum
rétti. Frumvarp um kosningarétt kvcnna
til Alþingis kom fyrst fram árið 1885 en
þaö var ekki fyrr en árið 191 I að málið
kom til verulegrar umræöu og var sam-
þykkt — eftir mikil skoðanaskipti — en
fékk ekki konungssamþykki. Það var loks
árið 1920 að allar konur — hver svo sem
félagsleg staða þeirra var — fengu fullan
kosningarétt og kjörgengi til Alþingis.
Áður höfðu þær fengið kosningarétt og
kjörgengi til bæjarstjórna og höfu svo
sannarlega notfært sér hann með sérfram-
boöi kvenna í Reykjavík. Það má geta
þess að konur ætluðu í framboð með lista
iðnaðarmanna, en þegar þær sáu að þær
áttu bara að vera til skrauts, voru sem
sagt ekki í öruggum sætum, neituðu þær
og ákváöu að bjóða fram sjálfar. Og þá,
eins og nú voru það u.þ.b. 50% atkvæðis-
bærra kvenna sem völdu að kjósa
kvennalistann. Þaö er mjög athyglisvert
að skoða hvernig þær skipulögðu sína
kosningabaráttu, hvernig þær unnu og
bera þaö saman viö daginn í dag. Þar
sannast einu sinni enn gamla máltækið,
að ekkert er nýtt undir sólinni.
Kosningarétturinn og kjörgengisréttur-
inn og menntunarjafnrétti sem var sam-
þykkt með lögum 1911 voru mikilvægustu
réttindin og síðan hafa önnur komið
smátt og smátt þar til konur hafa nánast
sömu lagalegu réttindi og karlar. Nú eru
til lög sem kveða skýrt á um jafna stöðu
og jafnan rétt kvenna og karla og þau
52