Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 39

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 39
ZDENEK HEJZLAR: Vorið í Prag og Perestrojka Árið 1988 er sannkallað ár stórafniæla í Tékkóslóvakíu. Af tilviljun er því nefnilega svo háttað, að helst til margir mikilvægir atburðir í sögu Tékka og Sló- vaka hafa gerst, þegar ártalið endar á átta. Fyrir 70 árum stofnuðu Tékkar og Sló- vakar sjálfstætt lýðveldi. Fyrir 50 árum var þetta lýðveldi leyst upp að loknum Munchenar-samningi Vesturveldanna við Hitler. Fyrir 40 árum var valdseinokun kommúnistafiokksins komið á í landinu og samfélaginu bylt um að stalínskri fyrir- rnynd frá Sovétríkjunum. Og fyrir 20 árum lifðu Tékkar og Slóvakar vonglaða tilraun til að endurbæta samfélagshætti og gera þá nýtískulegri og lýðræðislegri. Þessi tilraun var fljótlega stöðvuð með hernaðaríhlutun fimm „bræðraþjóða“ að skipun Leoníds Brésnefs. Ef krafa Mikhaíls Grobatsjofs um út- rýmingu allra „hvítra bletta“ í sögunni ætti einnig að gilda um Tékkóslóvakíu, ætti þetta almælisár að vera kærkomið efni til að endurskoða rækilega allar falskar lýsingar og túlkanir á fyrrnefndum atburðum, sem verið hafa ráðandi fram að þessu. En því miður hefur það ekki gerst. Enda þótt Jakes hafi nýlcga tekið við formennsku í kommúnistaflokknum, ræður sú forystusveit enn ríki í Tékkó- slóvakíu, sem styðst einmitt við þessar sögufalsanir sem lögmæta undirstöðu valda sinna og þráast af öllum mætti við að láta sannleikann koma í ljós. Tvítugsafmæli Vorsins í Prag er skiljan- lega einkar óþægilegt fyrir núverandi for- ystu, sem potaði sér til valda með því að bæla niður endurbætur sjöunda áratugar- Zdcnek Hcj/.lar. 87

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.