Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 16

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 16
Raratonga-samkomulagið sem lokið var fyrir tveimur árum. Og auðvitað er KVLNL í samhengi við hina alþjóðlegu þróun þegar í gangi eru viðræður um kjarnorkuvopnalaust svæði á Balkan- skaga og um kjarnorkuvopnalausan „gang“ niður eftir Mið-Evrópu, en valda- flokkurinn í Austur-Þýskalandi og stjórn- arandstöðuflokkurinn í Vestur-Þýska- landi hafa þegar fyrir löngu náð sam- komulagi um það hvernig slíkt svæði ætti að skipuleggja. Viðræður fara fram í Washington og Moskvu Ankersnefndin hefur ekki látið sitja við orðin tóm og hefur haldið áfram starfi sínu eftir að hún gekk frá grundvallarat- riðunum sjö í fyrra. Nefndin hefur nú nýlega ákveðið að ræða viö þingmenn í Moskvu og Washington um fyrirætlanir okkar. Fer hluti nefndarinnar til Was- hington í lok september og annar hluti nefndarinnar til Moskvu í byrjun októ- ber. Málin eru því á mikilli hreyfingu og leiöin að KVLNL virðist nú greiðari en nokkur sinni fyrr. Það verður enn betur rökstutt með því að víkja næst að allsherjarþinginu um af- vopnunarmál sem haldið var í New York í júnímánuði og ég var sendur til sem full- trúi Alþýðubandalagsins, eini þingmaður stjórnarandstöðunnar. Þriðja aukaþingið um afvopnunarmál Þriðja aukaþingið um afvopnunarmál er haldið þegar fundur leiðtoga risaveld- anna í Moskvu stendur yfir. Þingið cr þess vegna haldið á þeim tíma þegar mikil tíðindi eru að gerast í afvopnunarmálum á öðrum vettvangi. Það var því ekki við því að búast að þar yrðu mikil undur samþykkt, en samkoman sýndi samt mjög vel að öll afvopnunarmálin eru á hreyf- ingu í jákvæða átt. Ég ætla í þessari samantekt aö nefna nokkur dæmi: 1. I ræðu utanríkisráðherra Sovétríkj- anna á þinginu kom fram að hann telur raunhæft að stefna að því að ríki hafi lagt niöur allar herstöðvar utan eigin landamæra fyrir aldamót. Þetta er mikilvæg yfirlýsing og hún er gefin í framhaldi af því sem er að gerast í Afganistan þessa dagana þar sem Sameinuðu þjóðirnar fara með eftirlitshlutverkið meðan hinn erlendi her er fluttur úr landinu en það er það sama og við höfum alltaf talið eölilegt og nauðsynlegt að gerðist hér um leið og bandaríski herinn færi héðan og um leið og ís- land yfirgæfi hernaðarbandalagið. 2. Þriðja aukaþingið um afvopnun- armál er haldið á sama tíina og stór- veldin hafa undirritað sinn fyrsta samning um að draga úr vígbúnaði. Það er með öðrum orðum verið að skrifa nýja sögu frá og með árinu 1988, eða eigum við kannski að segja frá og með árinu 1986 þegar fundur risaveldanna var haldinn í Reykjavík. 3. Þriðja aukaþingið gekk út frá því að kjarnorkuafvopnun njóti forgangs í afvopnunarmálum. 4. Augljóst er að unnið verður mark- visst að því að fleiri ríki verði aðilar að samningnum um að dreifa kjarn- orkuvopnum ekki víðar cn þegar hefur átt sér stað. 3. Það er greinileg tregða af hálfu Bandaríkjamanna að koma af stað viðræðum um að draga úr hefð- bundnum vopnum, en þær viðræður 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.