Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 11

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 11
og er ekki neitt til að halda á Iofti sem einhverju jákvæðu — því að kúgun karla á konum er fléttuð inn í þessi samskipti, og þá inn í reynsluheim kvenna eða kvennamenninguna. F*ar sem hefðbundin verkaskipting er ríkjandi er heimilið ríki konunnar, hún hefur borið ábyrgð á upp- eldi barna sinna og hún hefur ekki bara kennt börnunum að hníta slaufur eða borða ineð hníf og gaffli, hún hefur líka kennt þeim samskiptareglur samfélags- ins. lnn í hugtakið endurframleiðsla flétt- ast nefnilega viðhald á ríkjandi hug- myndafræði. Hér að framan sagði ég að eitt af helstu ágreiningsmálum borgaralegra og sós- íalískra kvennahreyfinga hafi verið af- staðan til húsmóðurhlutverksins. Hér á árum áður fór mikil orka og mikill tími hjá róttækum kvennahreyfingum í það að brjóta niður þann stall sem karlar höfðu sett húsmóðurina upp á með því að telja þeim trú um að þar væri hennar staður, samkvæmt náttúrunar og guðs og manna lögum. Nú virðist sem konur séu að endurreisa hann, án þess að breyta undir- stöðunni og það er það sem ég persónu- lega get ekki skrifað undir. Né heldur það sjónarmið (sem mér finnst ég verða æ meira vör við hjá ákveðnum hópi kvenna- listakvenna) að ein tegund mannlegrar veru sé fyrir líffræðilegar sakir eitthvað merkilcgri eða betri en önnur. í þessu sambandi er ég að tala um hina „blæð- andi, fæðandi“ konu = legið sem upphaf og uppsprettu alls hins góða og skapandi = ný trúarbrögð). En hvað varðar aðra þætti í málflutningi og starfsaðferðum kvennalistans get ég tekið undir heils hugar og vildi svo gjarnan sjá í þeirri hreyfingu sem ég hef, þrátt l'yrir allt, valið að starfa í. Og samfélagið okkar og heim- urinn allur þarf svo sannarlega á sjónar- miðum og reynslu kvenna að halda. 59

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.