Réttur


Réttur - 01.04.1988, Page 6

Réttur - 01.04.1988, Page 6
samfélaginu. Á þeim tíma var ekki mikið rætt um að karlar tækju þátt í heimilis- störfunum, heldur átti hið opinbera að koma þar inn með aukna þjónustu, t.d. barnaheimili og „samvinnubúskap" (Alek- sandra Kollentaj). Megin ágreiningur þessara tveggja fylkinga lýsti sér sem sagt í mismunandi afstöðu til ríkjandi samfélagsgerðar og að hluta til í mismunandi afstöðu til fjöl- skyldunnar og hlutverks kvenna innan hennar. Hefðbundin sósíalísk hreyfing hefur alltaf beint eða óbeint stutt kvenfrelsis- baráttuna meðal annars með því að krefj- ast launavinnu og þá um leið efnahagslegs sjálfstæðis til handa konum. En ekki al- veg viljað viðurkenna kúgun allra karla á konum, heldur lagt áherslu á að einstaka ofbeldisaðgerð sem karlar beita konur ætti skýringu í þeirri almennu kúgun sem fylgir stéttskiptu auðvalds-samfélagi. Stéttabarátta/kvenfrelsisbarátta? Sósíalistar hafa alltaf haldið því fram að stéttabaráttan heföi forgang. En Klara Zefkin, þýska baráttukonan, hélt því fram að kvenfrelsi þyrfti ekki að fylgja í fótspor sósíalismans. Því yrðu konur að berjast á báðum vígstöðvum. Hún Iagði t.d. áherslu á að konur störfuðu innan sósíalískra verkalýðshreyfinga og flokka, en að þær yrðu að hafa eigin samtök inn- an þeirra, þar sem þær ynnu sérstaklega að sínum málum á sínum cigin forsend- um. Hún hélt því fram að konur heföu sérstöðu sem slíkar, ólíka reynslu og gild- ismat sem ætti að gagnast byltingunni. Ég vil endilega ítreka það, að þó aö það virðist sem íslcnsk „kvennabarátta“ hafi lagst niður frá ca. 1920 og fram til 1968 þá er þaö ekki alls kostar rétt. Kon- ur stóðu saman og unnu saman að alls konar málum til hagsbótar fyrir „aðra“ og þá kannski um leið fyrir sjálfar sig. Kvenréttindafélagið starfaði með ágæt- um, kvenfélög unnu að sínum málum, húsmæðrafélögin blómstruðu og kvenna- deildir slysavarnafélaganna og svona mætti lengi telja. Hvað eru þetta annað en „grasrótarhreyfingar" sem eru svo mikið í tísku núna og margar hverjar láta sem séu eitthvað alveg nýtt fyrirbæri og aldrei verið til áður. Nú — og konur voru starfandi innan stjórnmálaflokkanna — þó ekki væru þær áberandi. En þær fóru inn í þessa „nýju“ flokka um og eftir 1920 þegar stjórnmálaumræðan fór að endur- spegla stéttasamfélagið sem var að mynd- ast á þessum tíma. í takt við þær breytingar sem urðu á samfélagsgerðinni, á árunum eftir stríð og þá sérstaklega eftir 1960 urðu miklar umræður innan bæði sósíalískra og borg- aralegra kvennahreyfinga, nýjar áherslur og nýjar stefnur litu dagsins ljós. Þessar nýju áherslur urðu sérstaklega áberandi í kjölfar þeirrar uppreisnar- og vinstri sveiflu sem varð um og eftir 1970, fólk vildi breyta ríkjandi skipulagi. Og konur eru líka fólk. Þær eins og aðrir hópar fundu samstöðu, sameiginlega hagsmuni og skynjuðu að þær yrðu að taka málin í sínar hendur. Að ekkert breyttist nema að þær sjálfar hefðu frumkvæðið. Það varð sprenging meðal óánægðra kvenna — kvenna sem höfðu menntað sig og voru eftirsóttur vinnukraftur, kvenna sem unnu alltaf lægst launuðu störfin, auk heimilisstarfanna og báru ábyrgð á þeim og uppeldi barnanna. Þæ'r fóru að koma saman — aftur — og bera saman bækur sínar — tala um réttindi sín — rciðar og þreyttar. — Þær sögðust engin áhrif hafa, hvað þá völd — í stjórnmálum höfðu þær fáa fulltrúa — þær fengu lægri laun 54

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.