Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 17

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 17
hljóta að hefjast líka innan skamms. 6. Skammt er í land að samningar tak- ist um að banna efnavopn. 7. Andstaða er við það að fjalla um af- vopnun og vígbúnaðareftirlit í höfunum en grcinilegt er af umræð- um á allsherjarþinginu að þær við- ræður munu einnig hefjast innan ekki langs tíma. 8. Loks er augijóst að eigi að takast að semja um víðtæka afvopnun mun hlutverk Sameinuðu þjóðanna styrkjast frá því sem nú er því eftir- lit verður að vera á vegum þess aðila sem flestir treysta eða eigum við kannski að segja á vegum þess aðila sem fæstir vantreysta. Þingið gerði enga formlega samþykkt en af þessari upptalningu má vera Ijóst að það er þungur straumurinn með afvopn- un og friði, þyngri en nokkru sinni fyrr á eftirstríðs árunmn. Horfír þannig við íslendingum Þessi heimsmynd horfir nú þannig við Islendingum: 1. ísland getur orðið hluti af kjarn- orkuvopnalausu svæði á Norður- lönduin. Þar með höfuin við aðgang að norrænni eftirlitsstofnun sem á að fylgjast með afvopnun og á einnig að hafa forsendur til þcss að tryggja að ekki verði um endurvígvæðingu að ræða. 2. Bandaríski herinn mun fara héðan, ef ekki fyrir okkar tilverknað þá fyr- ir ákvarðanir Bandaríkjastjórnar. Dukakis sem gæti orðið næsti forseti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að draga verði úr kostnaði við her- stöðvar Bandaríkjanna erlendis. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur hótað lokun tveggja stærstu herstöðva Bandaríkjanna erlendis — af kostnaðarástæðum. Það bend- ir því allt til þess að bandarískir skattgreiðendur gangi í lið með okk- ur herstöðvaandstæðingum á Is- landi. 3. Hernaðarbandalögin í núverandi mynd verða lögð niður. í staðinn tekur við víðtækt alþjóðlegt öryggis- kerfi sem íslendingar verða aðilar að. Niðurstaðan verður því sú að heims- mynd Morgunblaðsins hrynur en upp rís nýr heimur afvopnunnar og friðar. Getur eitthvað breytt þessu? Vissulega. Ef endurbótaviðleitni Gor- batsjofs mistekst, ef vígbúnaðaröflin ná undirtökum í Bandaríkjunum á ný og ef íhaldsflokkarnir halda áfram valdataum- unum í Vestur-Evrópu er þessi heims- mynd sem ég hef hér dregið upp vissulega í hættu. En þó slíkt gerðist tímabundið er enn von fyrir stafni. Það gerir fólkið sem af mörgum ástæðum neitar að taka þátt í því að mála heimsmynd dauðans og tor- tímingarinnar upp fyrir börnum sínum og barnabörnum. (Að mestu samhljóða erindi á stjórn- arfundi Æskulýðsfylkingarinnar 10. jú 1 í sl.). 65

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.