Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 7

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 7
o.s.u v. - þær mótmæltu kerfínu. Uppúr þessum jarðvegi spruttu íslensku Rauð- sokkurnar árið 1970. Síðan liefur „róttæk“ kvennabarátta verið mjög sýnileg. Þið hafið kannski tek- ið eftir að ég sagði „róttæk“ ekki „sósíal- ísk“. „Skylt er ad gera sérstakar ráðstafanir En svo ég snúi mér aftur að löggjöfinni og því sem gerðist fyrir tímabil rauðsokk- anna. Veturinn 1948-49 kom fram á þingi merkilegt frumvarp. Hannibal Valdi- marsson bar upp frumvarp þess efnis að konur skyldu njóta sama réttar og karlar til menntunar, til embætta og starfa, og til sömu launa og karlar hvort sem þær væru í þjónustu hins opinbera eða atvinnulífs- ins. í 1. gr. er sagt að konur hafi algert pólitískt jafnrétti á við karla. Síðan segir orðrétt: „Skylt er að gera sérstakar ráð- stafanir sem nauðsynlegar eru til þess, að aðstaða konunnar sem móður til þátttöku í atvinnulífi þjóðarinnar verði sem best tryggð“. í dag heitir þetta „jákvæð mismunun“ og finnst sumum sem slíkar hugmyndir stingi réttlætið á hol og kem ég að því seinna. betta frumvarp Hannibals náði ckki fram að ganga. Arið 1961 voru sam- þykkt lög um launajöfnuð kvenna og karla. Fyrir þessa lagasetningu var samn- ingsbundið aö konur hefðu 78% af laun- um karla þó svo að um sömu vinnu væri að ræða. Samkvæmt þessum lögum áttu laun kvenna að hækka smám saman, þetta skyldi taka 6 ár og náði einungis til ákveðinna starfa. Og hér er bara talaö um sömu en ckki jafnverðmæt störf. Áriö 1971 lagði Svava Jakobsdóttir fram frum- varp um Jafnlaunadómstól sem var sam- þykkl 1972. í þessum lögum eru tveir megin þættir, sömu laun fyrir sömu eða sambærilega vinnu og að atvinnurekend- um væri bannað að mismuna fólki eftir kynferði. Þetta var fyrsta mál Svövu og að hennar mati það mikilvægasta. Vitundarvakning Og þá erum við komin aftur að Rauð- sokkunum og hinni nýju kvennahreyf- ingu. Þær voru mjög sýnilegar á þessum tíma og það má segja að kvennabaráttan hafi verið nær óslitin og mjög svo áber- andi síðan þá. Rauðsokkahreyfingin lagði megin áherslu á vitundarvakningu kvenna. Hún starfaði í litlum hópum, hver hópur lagði áherslu á ákveðinn málaflokk, þær lögðu áherslu á sýnilegar aðgerðir á götum úti og útgáfustarfsemi. Þær tóku á öllum málum er snertu konur og störfuðu á mjög breiðum grundvelli — sem smám saman fór þó að þrengjast. Árið 1974 gáfu þær út stefnuyfirlýsingu og í henni var mörkuð mjög hörð vinstri afstaða og slagorðið fræga — engin stéttabarátta án kvennabaráttu og engin kvennabarátta án stéttabaráttu endurspeglar betur en löng úttekt inntakið í þeirri afstöðu. Þessi harða vinstri afstaða, ásamt mikilli breidd og miklum fjölda smærri róttækra vinstri hópa gerði það að verk- um að Rauðsokkurnar einangruðust smám saman — en enginn skyldi vanmeta það starf og þá vitundarvakningu sem þær ýttu úr vör. Og eins og ég sagði áðan, þá komu þær ekki aö óunnum akri. Konur höfðu verið að vinna saman, þær áttu sitt óformlega samskiptanet, grasrótin var til. Án þessarar grasrótar og tilveru Rauð- sokkanna hefði kvennafrídagurinn 1975 ekki orðið að því sem hann varð. Sú vit- undarvakning sem opinberaðist þarna kraumaði undir niðri og er m.a. skýringin á kjöri Vigdísar til forseta 1980. 55

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.