Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 19

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 19
ARI SKÚLASON OG ASMUNDUR HILMARSSON: Hugleiðingar í tilefni enn einna bráðabirgðalaga gegn kjarasamningum stéttarfélaga Fyrr á tímum gerðu menn sér í hugarlund það sem þeir kölluðu náttúrulega ástandið eða frumástandið í samskiptum manna. I frumástandinu var einstak- lingurinn einangrað fyrirbæri. Hann átti ekki samskipti við aðra menn en þá sem hann sá sér hag í að eiga samskipti við. Samskiptin stóðu ekki yfir í lengri tíma en þann sem hann taldi koma sér vel. Ekkert stjórnvald var til þess að bjóða eða forbjóða. í frumástandi er rétt og rangt aðeins það sem einstaklingurinn einn ákveður vera best fyrir sig án tillits til annarra manna eða annarra sjónarmiða. Verði ágreiningur ræður styrkur eða klókindi úrslitum. Einstaklingurinn er þar dómari í eigin sök. Ef jafnræði er með aðilum byggist það á því að þeir óttast hver annan. Englendingurinn John Locke, sem var uppi á árunum 1632-1704, gagnrýndi harðlega stjórnarhætti einveldisins. Hann kvað raunar svo fast að í gagnrýni sinni að hann hélt því fram að einveldi væri ekki ríki í eiginlegri merkingu. í því sambandi benti hann einkum á að ein- valdurinn er ekki háður neinum lögum og þarafleiðandi ríkti raunverulegt frum- ástand allstaðar þar sem einvaldurinn kæmi við sögu. Locke var þeirrar skoðun- ar að eiginlegt ríki gæti ekki verið annars- staöar en þar sem búið væri að bæta úr ágöllum frumástandsins. Þar þurfti að mati Lockes ekki síst að taka til hendinni og takmarka vald stjórnvalda. Locke leit ekki á frumástandið sem baráttu allra gegn öllum eins og landi hans Thomas Hobbes. Pvert á móti taldi hann flesta sækjast eftir friðsamlegu sam- starfi með öðrum. Locke gerði greinar- mun á félagslegri og pólitískri hlið frum- ástandsins. Hann var þeirrar skoðunar að frumrétturinn ætti við hvort heldur sem menn töldu sig til ríkis eða ekki. í frum- ástandinu máttu friðarspillar eiga von á því að einhver refsaði þeim fyrir uppá- tæki sín. En refsingar voru ekki frekar en 67

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.